100 daga hátíð

100 daga hátíð

Á dögunum héldum við í 1.-2.bekk hátíð í tilefni þess að hafa verið í 100 daga í skólanum. Við teljum dagana frá skólabyrjun og æfum með því hugtök, daga, mánuði og tugi og einingar. Krakkarnir komu sjálfir með hugmynd af hátíðinni. Þau vildu hafa náttfatadag, lestur, stærðfræði og horfa á mynd. Síðan fengu allir köku og einn tug af smartís.