Vikan framundan

1. mars - Suðurlandsmót grunnskóla í skák 5. mars - Við horfum saman á árshátíðina frá því í fyrra.

Brunavarnir Árnessýslu

3. bekkur tók þátt í eldvarnargetraun á vegum Brunavarna Árnessýslu og voru tveir þátttakendur dregnir út. Harpa var svo heppin að vera annar þátttakendanna sem dreginn var út og kom Guðmundur frá Brunavörnum Árnessýslu í skólann til þess að veita henni verðlaun Til hamingju Harpa.

Bolludagur og sprengidagur

Á bolludaginn komu nemendur sem vildu með bollu með sér í skólann og á sprengudaginn var boðið upp á salkjöt og baunir í hádegismat. Nemendur á yngsta stigi fengu fróðleik um þessa daga og nýttu sér þá í ritun.

Framundan

Öskudagur - Stuttur skóladagur. Nemendur fara heim um hádegi. Öskudagsskemmtun í Árnesi 10.30. Vetrarfrí og starfsdagur 22. - 24. febrúar. Nemendur mæta aftur fimmtudaginn 25. febrúar.   

Vikan framundan

Þriðjudagur 9. febrúar - Guðný María námsráðgjafi í skólanum. Miðvikudagur 10. febrúar - Kynning frá tónlistarskólanum í 1. og 2. bekk. Nemendur í 6. og .7.bekk fá námskeið í skyndihjálp eftir hádegi.  Fimmtudagur 11. febrúar - Könnun á líðan nemenda í 5. - 7. bekk.  Mánudaginn 15. febrúar er bolludagur,...

Skólaheimsóknir

Yfir skólaárið kemur skólahópur leikskólans í reglulegar heimsóknir til 1.-2. bekkjar með kennaranum sínum.  Unnið er með þema í þessum heimsóknum þar sem fléttuð er saman kennsla í mörgum námsgreinum. Lítið var um heimsóknir fyrir áramót vegna Covid en nú erum við farin af stað aftur. Við erum að ljúka...

Kynning frá Tónlistarskóla Árnesinga í 1. og 2. bekk

Við fengum skemmtilega heimsókn í janúar. Það voru þeir Vignir Ólafsson og Stefán Þórhallsson, kennarar tónlistarskólans sem komu til okkar með gítara og trommur, sögðu frá hljóðfærunum og spiluðu nokkur lög. Fróðleg, lífleg og skemmtileg heimsókn.

Vikan framundan

Við minnum á fræðsluerindið um örugga tölvunotkun barna og unglinga, sem skólinn býður upp á, þriðjudaginn 26. janúar kl. 19.30. Aðgangsupplýsingar eru að finna í tölvupósti.  

Náttúrufræði 1. – 4. bekkur

Á miðvikudögum vinnum við í blönduðum hópum í 1.-4.bekk. Áherslan hjá okkur hefur verið á umhverfið, sjálfbærni og vistheimt. Við byrjum yfirleitt á göngutúr þar sem við erum að skoða okkur um, plöntur, tré, fugla, veðrið, áttir og margt fleira. Við söfnuðum plöntum og laufum í haust sem við erum...