Samvinnuverkefni

Oft er líf og fjör á skólalóðinni. Margir skemmtilegir leikir í gangi. Einn af þeim leikjum sem þykja skemmtilegir á haustin er smalaleikur. Því þótti Lilju smíðakennara og Elínu útinámskennara tilvalið að búa til hest með nemendum úr efniviði úr skóginum. Eins og sést á myndinni er klárinn fangreistur og...

Vikan framundan

Miðvikudagur 20. janúar - Tónlistarskóli Árnessýslu kemur með kynningu fyrir 1. og 2. bekk. Fimmtudagur 21. janúar - Skólahópur Leikholts hjá okkur. Muna að hafa börnin klædd eftir veðri þar sem við erum mikið úti.  

Foreldradagur á fimmtudaginn

Fimmtudaginn 14. janúar verða foreldraviðtöl í Þjórsárskóla, annað hvort í síma eða á netinu. Foreldrar skrá sig í mentor eða hafa samband við umsjónarkennara. Nemendur mæta ekki í skólann þennan dag.   

Vikan framundan

Skólinn hófst með eðlilegum hætti 5. janúar. Nú mega yngri og eldri nemendur hittast í frímínútum og matartímum. Áfram verðum mikil áhersla á handþvott og þrif í skólanum og takmarkaður aðgangur utanaðkomandi aðila inn í skólann. Þriðjudagur 5. febrúar - Brautarholtssund  Þá minnum við á foreldradaginn 14. janúar en líklegt...

Spil frá foreldrafélaginu

Foreldrafélagið færði skólanum á dögunum spil að gjöf. Spilin heita Manga Party og Speech og eiga eftir að koma sér vel bæði í leik og starfi. Viljum við þakka foreldrafélaginu fyrir góða gjöf.

Gleðileg jól

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla. Hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári.   Fyrsti skóladagur er 5. janúar, muna að hafa með sundföt. Kær kveðja Bolette

Vikan framundan

Nú styttist í jólafrí og nokkuð er um uppbrot í vikunni. Þriðjudagur 15. desember - Jóla göngutúr frá 9.30. Mikilvægt að koma vel klædd, fyrir langa útiveru. Miðvikudagur 16. desember - Jóla - Jóla stöðvar fyrir hádegi. Eldra og yngra stig vinnur að jólatengdum verkefnum á stöðvum. Kennsla samkvæmt stundaskrá...

Vikan framundan

Venjuleg vika og kennsla samkvæmt stundaskrá. Í næstu viku verða uppbrotsdagar, nánar auglýst síðar. 

Vikan framundan

Þriðjudagur 1. desember - Brautarholtssund hjá 5.- 7. bekk. Skreytingardagur hjá miðstigi. Miðvikudagur 2. desember - Skólahjúkrunarfræðingur í skólanum. Föstudagur 4. desember - Jólasveinahúfudagur.