Skólaheimsóknir

Skólaheimsóknir

Yfir skólaárið kemur skólahópur leikskólans í reglulegar heimsóknir til 1.-2. bekkjar með kennaranum sínum.  Unnið er með þema í þessum heimsóknum þar sem fléttuð er saman kennsla í mörgum námsgreinum. Lítið var um heimsóknir fyrir áramót vegna Covid en nú erum við farin af stað aftur. Við erum að ljúka við þema um risaeðlur og eitt af þeim verkefnum sem nemendur gerðu var að búa til sína risaeðlu í smíði. Hér eru nokkrar risaeðlur frá nemendum.