Óveður

Skólaakstur  og kennsla fellur niður vegna veðurs í dag 14. febrúar.  

Skáksveit skólans

Sveitakeppni grunnskóla Suðurlands í skák fór fram föstudaginn 26. janúar í Fischer setrinu á Selfossi. Þjórsárskóli sendi vaska sveit til leiks í flokki 6. - 10 bekkjar. Svetina skipuðu : Magnús Sigurðsson, 5. bekk, Eiríkur Logi Vilhjálmsson, 5. bekk, Anna Lovísa Duerholt, 7. bekk og Þrándur Ingvarsson, 7. bekk. Krakkarnir tefldu...

Landsbyggðarvinir

6. og 7. bekkur er þátttakandi í verkefni sem heitir Landsbyggðarvinir- framtíðin er núna. Leiðarstef verkefnisins, er Sköpunargleði-Heimabyggðin mín: Nýsköpun, heilbrigði og forvarnir. Markmið verkefnisins er að hvetja ungt fólk til að hugsa um heimabyggð sína út frá þeim tækifærum sem þar bjóðast og fylgja þeim eftir á eigin forsendum....

5. bekkur

Sagan af Reynistaðarbræðrum hefur verið þjóðinni umhugsunarefni í tæp 240 ár. Sögunnar er getið í námsefni 5. bekkjar og við ákváðum að fræðast betur um atburðinn. Í u.þ.b. þrjár vikur í haust fór íslenskukennslan fram í gegnum þessa sögu.     

Jól

Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár. Hlökkum til að sjá ykkur 4. janúar Bestu kveðjur,  starfsfólk í Þjórsárskóla

Pappírsgerð

Á stöðvavinnu í nóvember vorum við að endurvinna og búa til pappír úr afgöngum. Nemendur lærðu grunntækni í pappírsgerð: rífa niður gömul blöð, bleyta þau, tæta og móta þau í gjafakort.    

Dagur gegn einelti

8.nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Við byrjuðum daginn á fræðslu um forvarnir gegn einelti, fórum yfir eineltishringinn og ræddum um það hvað hver og einn getur gert í skólasamfélaginu til þess að stuðla að betri líðan. Þennan dag unnum við samvinnuverkefni með einkunnarorð skólans: Vinátta – Gleði...

Skáld í skólum

Þriðjudaginn 7. nóvember fengum við Aðalstein Ásberg og Svavar Knút í heimsókn. Þeir eru á ferðinni um landið í tengslum við verkefnið „Skáld í skólum“ en markmið með dagskránni er að kynna fyrir nemendum íslensk ljóðaskáld. Þeir félagar fluttu okkur æviágrip Tómasar Guðmundssonar skálds í máli, myndum og með ljóðum...