Dagur gegn einelti

Dagur gegn einelti

8.nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Við byrjuðum daginn á fræðslu um forvarnir gegn einelti, fórum yfir eineltishringinn og ræddum um það hvað hver og einn getur gert í skólasamfélaginu til þess að stuðla að betri líðan. Þennan dag unnum við samvinnuverkefni með einkunnarorð skólans: Vinátta – Gleði – Virðing. Stafir úr tré voru málaðir, þaktir myndum af nemendum og síðan hengdir upp á vegg. Allir settu handafarið sitt fyrir neðan einkunnarorðin til þess að samþykkja að þeir ætli að leggja sitt að mörkum. Handarförin voru græn þar sem við ætum að vera „græni karlinn“ á eineltishringnum, sá sem hjálpar ef hann sér að einhver óæskileg hegðun er að eiga sér stað.