Skáksveit skólans

Sveitakeppni grunnskóla Suðurlands í skák fór fram föstudaginn 26. janúar í Fischer setrinu á Selfossi. Þjórsárskóli sendi vaska sveit til leiks í flokki 6. – 10 bekkjar. Svetina skipuðu : Magnús Sigurðsson, 5. bekk, Eiríkur Logi Vilhjálmsson, 5. bekk, Anna Lovísa Duerholt, 7. bekk og Þrándur Ingvarsson, 7. bekk. Krakkarnir tefldu vel og örugglega en við lentum í síðasta sæti.  Það er góð lífsreynsla að taka þátt í svona móti og einnig að þora að tefla við nemendur sem eru eldri og með meiri reynslu.  Við getum verið stolt af þessum ungu krökkum og fallegri framkomu þeirra á mótinu. Kveðja Hafdís.