Landsbyggðarvinir

6. og 7. bekkur er þátttakandi í verkefni sem heitir Landsbyggðarvinir- framtíðin er núna. Leiðarstef verkefnisins, er Sköpunargleði-Heimabyggðin mín: Nýsköpun, heilbrigði og forvarnir.

Markmið verkefnisins er að hvetja ungt fólk til að hugsa um heimabyggð sína út frá þeim tækifærum sem þar bjóðast og fylgja þeim eftir á eigin forsendum. Verkefnið skiptist í tvo hluta. 1. hluti er einstaklingsverkefni þar sem nemendur setja fram hugmyndir sínar um framtíðarþróun heimabyggðar sínar. Í seinni hlutanum eru útfærðar bestu hugmyndirnar úr fyrri hluta með það að markmiði að koma þeim í framkvæmd.

Sérstök dómnefnd metur verkefni nemenda í hvorum hluta fyrir sig. Það er gaman að segja frá því að nemandi úr 7.bekk, Þrándur Ingvarsson hlaut 1. verðlaun í fyrri hluta verkefnisins. Verðlaunin voru afhent í Háskólanum í Reykjavík þann 26. janúar við hátíðlega athöfn. Við erum stolt af árangri Þrándar.