Skáld í skólum

Skáld í skólum

Þriðjudaginn 7. nóvember fengum við Aðalstein Ásberg og Svavar Knút í heimsókn. Þeir eru á ferðinni um landið í tengslum við verkefnið „Skáld í skólum“ en markmið með dagskránni er að kynna fyrir nemendum íslensk ljóðaskáld. Þeir félagar fluttu okkur æviágrip Tómasar Guðmundssonar skálds í máli, myndum og með ljóðum og söng.