Hjóladagurinn

Miðvikudaginn 12. september var hjóladagur í Þjórsárskóla. Þá komu allir með hjól í skólann og farið var í hjólaferðir, mislangar eftir aldri og getu nemenda. Þeir yngstu voru í kringum skólann og þeir elstu hjóluðu tæpa 12 km. Nemendur fengu umferðafræðslu í undirbúningi fyrir hjóladaginn og allir hjóluðu í endurskinsvestum...

Skólabyrjun

Þjórsárskóli var settur þriðjudaginn 21. ágúst. Eftir skólasetningu var kynning á námsefni og áherslum vetrarins í bekkjarstofum barnanna. Þetta skólaárið eru 46 nemendur í skólanum. Í fyrstu vikunni af skólanum var farið í hina árlegu útilegu. Veðrið lék við okkur og unnið var á stöðvum. Hjá yngra stiginu var áherslan...

Skólasetning

Skólasetning Þjórsárskóla verður þriðjudaginn 21. ágúst. {phocadownload view=file|id=295|target=s}

Leikskólaheimsóknir

Elsti hópur leikskólans hefur komið reglulega til okkar í vetur,  ásamt kennara sínum og verið að vinna ýmis skólaverkefni með 1. og 2. bekk. Þemað eftir jól var víkingatímabilið. Við hlustuðum á margar skemmtilega þjóðsögur um víkinga sem tengjast sveitinni okkar og allir fengu að búa til og hanna mynd...

Skautaferð 25. apríl

Annað hvert ár fer skólinn í menningar og skautaferð. Þann 25. apríl héldum við til Reykjavíkur í þessa ferð okkar. Við byrjuðum í Egilshöll að skauta og svo var ætlunin að fara að skoða íshella í Perlunni. Daginn áður kviknaði í Perlunni þannig að við urðum að breyta áætlun. Farið...

Litla upplestrarkeppnin

Föstudaginn 13.apríl hélt 4.bekkur lokahátíð Litlu upplestrarkeppninar þar sem foreldrum 4.bekkjar var boðið ásamt öllum nemendum og starfsfólki Þjórsárskóla. Litla upplestrarkeppnin byggir á sömu hugmyndafræði og Stóra upplestrarkeppnin og rétt er að undirstrika að hugtakið keppni í þessu tilviki felur ekki í sér að keppa við aðra heldur að verða...

Árshátíð Þjórsárskóla – Rússneskar þjóðsögur og ævintýri

Föstudaginn 16. mars var árshátíð nemenda í skólanum. Vikan á undan var tekin til þess að undirbúa skemmtunina. Þá unnu nemendur á stöðvum: Búningagerð, sviðsmynd og leikmunir, skreytingar á sal, leiklist og sönglist. Skemmtilegt uppbrot á skólastarfi þar sem allir leggja sitt að mörkum og vinna saman. Við erum stolt...

Stjörnufræði

Sævar Helgi Bragason sem er m.a. bókahöfundur og ritstjóri stjörnufræðivefsins, kom í skólann þriðjudaginn 20. febrúar með skemmtilega fræðslu um Himingeiminn. Nemendur voru virkir þátttakendur og spurðu margra spurninga. Kynnti hann t.d. fyrir þeim forritið Stellarium. Heimsókn hafs hefur ýtt undir enn frekari áhuga á stjörnufræði.