Föstudaginn 13.apríl hélt 4.bekkur lokahátíð Litlu upplestrarkeppninar þar sem foreldrum 4.bekkjar var boðið ásamt öllum nemendum og starfsfólki Þjórsárskóla.
Litla upplestrarkeppnin byggir á sömu hugmyndafræði og Stóra upplestrarkeppnin og rétt er að undirstrika að hugtakið keppni í þessu tilviki felur ekki í sér að keppa við aðra heldur að verða betri í lestri í dag en í gær.
Lesnir voru af öllum nemendum 4.bekkjar ljóð, þulur og textar eftir til dæmis: Þórarinn Eldjárn, Stein Steinarr, Margréti Jónsdóttur og Kristján Hreinsson. Við vorum einnig með tvö tónlistaratriði þar sem Vésteinn Loftsson spilaði á Básúnu lag úr Jungle Book og Emelía Karen Gunnþórsdóttir og Baldur Jónsson spiluðu á gítar Krummi svaf í klettagjá. Gestalesarar voru Anna Lovísa og Rebekka fulltrúar skólans í Stóru upplestrarkeppninni og lásu þær ljóð sem þær fluttu í þeirri keppni.
Undirbúningur snýr að mörgum öðrum þáttum en lestri til dæmis framkomu eins þurftum við að huga að þáttum eins og líkamsstöðu, raddstyrk, framburð, þagnir, blæbrigði og túlkun.
Allir nemendur stóðu sig frábærlega vel og fengu allir nemendur 4.bekkjar viðurkenningarskjal eftir vel heppnaða hátíð.