Hjóladagurinn

Hjóladagurinn

Miðvikudaginn 12. september var hjóladagur í Þjórsárskóla. Þá komu allir með hjól í skólann og farið var í hjólaferðir, mislangar eftir aldri og getu nemenda. Þeir yngstu voru í kringum skólann og þeir elstu hjóluðu tæpa 12 km. Nemendur fengu umferðafræðslu í undirbúningi fyrir hjóladaginn og allir hjóluðu í endurskinsvestum og með hjálma. 

Hafðu samband við okkur

Þjórsárskóli Árnesi, 804 Selfoss
Sími: 486-6000
Kennitala: 540602-4410
Netfang: Skolastjori@thjorsarsarskoli.is

    [recaptcha]