Árshátíð Þjórsárskóla – Rússneskar þjóðsögur og ævintýri

Föstudaginn 16. mars var árshátíð nemenda í skólanum. Vikan á undan var tekin til þess að undirbúa skemmtunina. Þá unnu nemendur á stöðvum: Búningagerð, sviðsmynd og leikmunir, skreytingar á sal, leiklist og sönglist. Skemmtilegt uppbrot á skólastarfi þar sem allir leggja sitt að mörkum og vinna saman. Við erum stolt af duglegu og hæfileikaríku starfsfólki skólans og nemendum sem lögðu sig fram og stóðu sig með stakri prýði.