Leikskólaheimsóknir

Leikskólaheimsóknir

Elsti hópur leikskólans hefur komið reglulega til okkar í vetur,  ásamt kennara sínum og verið að vinna ýmis skólaverkefni með 1. og 2. bekk. Þemað eftir jól var víkingatímabilið. Við hlustuðum á margar skemmtilega þjóðsögur um víkinga sem tengjast sveitinni okkar og allir fengu að búa til og hanna mynd á skjöld. Hér sjást börnin sæl með afraksturinn.