Réttir

Réttað verður í Skaftsholtsréttum og Reyjaréttum í lok vikunnar , við erum að vinna með réttaþema í þessari viku. Minni á að það er ekki skóli á föstudaginn.

Útilegan

Útilegan í síðustu viku gekk mjög vel og við vorum heppin með veður. Farið var inn í skóg snemma um morguninn þar sem unnið var í fjölbreyttum verkefnum allan daginn. Sofið var í skólanum og í kringum skólann í tjöldum. Skemmtilegir dagar, nemendahópurinn og starfsfólkið hristist vel saman og fer...

Skólabyrjun

Skólasetning og námsefniskynningar voru á föstudaginn og komu margir foreldrar með börnunum sínum og kynntu sér starfið í vetur. Fyrsti skóladagurinn gekk vel og nemendur komu glaðir og tilbúnir í starf vetrarins. Á fimmtudaginn verður „Útilegan“. Við förum inn í skóg og vinnum í hópum allan daginn. Komið verður til...

Skólaslit

Miðvikudaginn 1. júní voru skólaslit í Þjórsárskóla. Þá var sýning á verkum nemenda í Árnesi, afhentur var vitnisburður, viðurkenning fyrir heimalestur, sundbikarar og að auki verðlaun fyrir háttvísi – góða félagslega færni. Á yngra stigi var það Anna Pálína sem fékk verðlaun og á eldra stiginu var það Alexíus Máni....

Vikan framundan

Nú er mikið um uppbrot á skólastarfi næstu daga: Þriðjudagur 24.maí - Sundkeppni eldri nemenda. 1.-7.bekkur þarf að hafa með sér sundföt og þeir sem vilja mega hafa með sér eitt leikfang. Miðvikudagur 25.maí - Vorferðir nemenda. Nemendur þurfa að hafa með sér morgunnesti. Muna að leggja inn fyrir hádegismatnum...

Skólaheimsóknir

Yfir skólaárið kemur skólahópur leikskólans í reglulegar heimsóknir til 1.-2. bekkjar og Kristínar með leikskólakennaranum sínum honum Hauki.  Unnið er með þema í þessum heimsóknum þar sem fléttuð er saman kennsla í mörgum námsgreinum. Með þessari samfellu milli skólastiga skapast öryggi hjá verðandi skólabörnum og vinatengsl myndast hjá þeim yngri...

Vikan framundan

Þriðjudagur 17.maí - Kassabílarallý hjá 7.bekk. Ekki sund þennan dag. Miðvikudagur 18.maí - Sigga Björg hjúkrunarfræðingur kemur með hjálmafræðslu fyrir 1.-2.bekk Fimmtudagur 19.maí - Skólahópur Leikholts með 1.-2.bekk allan daginn.  

Gjöf til skólans

Lionsklúbburinn Dynkur færði Þjórsárskóla á dögunum styrk að upphæð 250.000. Við erum afskaplega þakklát fyrir þetta framlag sem verður nýtt í þágu nemenda.

Litla upplestrarkeppnin

3.-4. bekkur hefur undanfarnar vikur verið að undirbúa sig fyrir Litlu upplestrarkeppnina sem fór síðan fram í skólanum 4. maí. Börnin buðu skólasystkinum sínum á afraksturinn, en þetta er góð æfing og undirbúningur fyrir upplestrarkeppnina í 7.bekk.

Árshátíðin okkar

Föstudaginn 29. apríl var árshátíðin okkar í Þjórsárskóla. Í ár var unnið með Indverskar þjóðsögur og ævintýri Kiplings. Halla Guðmundsdóttir skrifaði leikritið og leikstýrði. Nemendur tóku virkan þátt í undirbúningi fyrir árshátíðina. Unnið var á stöðvum við að útbúa leikmynd, leikmuni, veggmyndir og búninga. Þá voru söngtextar og leikrit einnig...