Aðalfundur foreldrafélagsins

Aðalfundurinn foreldrafélagsins verður haldinn í Þjórsárskóla miðvikudaginn 6. maí kl. 20.00Á fundinum verður kosið um formann og ritara og fara yfir þau málefni sem snerta foreldrafélagið. Endilega mætið svo þið getið haft áhrif á þau verkefni og þær skemmtanir sem foreldrafélagið stendur fyrir. Eldri fréttir

Vorverk

Fram á vor fer heimilisfræðikennslan að mestu leyti fram utandyra. Í apríl bjuggu nemendur til eldstæði  á skólalóðinni. Við eldamennskuna er bæði notast við opinn eld og gas. Í dag fóru nemendur 2. bekkjar út og bökuðu brauð á trjágreinum við opinn eld. Í blíðunni í dag fóru 3. –...

Skógardagur 21. apríl

Þriðjudaginn 21. apríl var skógardagur í skólanum. Þá var skrifað undir samning við Skógrækt ríkisins um samstarfssamning sem tekur við af því sem gert hefur verið með fjölmörgum skólum víða um land í samstarfi skólaþróunarverkefnisins Lesið í skóginn og Kennaraháskóla Íslands þar sem unnið var að því að þróa skólastarf...

Skákmeistari Þjórsárskóla 2009

Í vikunni var uppskeruhátíð af skáknámskeiðum vetrarins sem var hluti af tómstundastarfi skólans. Það voru 32 sem skráðu sig til keppni og var þeim skipt í tvo hópa. Yngri hópurinn taldi 8 nemendur úr 1.-2. bekk og eldri hópurinn var 22 nemendur úr 3.-7. bekk. Allir tefldu 7 umferðir. Þetta...

Tenglar á heimasíðu skólans

Hér á síðunni er hnappur sem kallast tenglar. Hann er hugsaður sem fljótleg leið fyrir notendur heimasíðunnar til að nálgast hagnýtar upplýsingar sem snerta skólastarf og uppeldi barna. Þar má meðal annars nálgast á einfaldan hátt 10 netheilræði SAFT. Það er mikilvægt fyrir foreldra að þekkja þessi heilræði  og vera...

Skógarferð

Skógarferð var farin mánudaginn 30. mars. Þema dagsins var listir og páskar, unnu nemendur verkefni í skóginum tengd því. Veður var bjart og fagurt en kalt og snjór yfir öllu og voru nokkrir nemendur með kaldar tær. Hitað var kakó yfir eldi og borðaðar samlokur með. Ferðin heppnaðist í alla...

Árshátið Þjórsárskóla

Árshátíð Þjórsárskóla var haldin í Árnesi föstudaginn 27. mars og hófst kl. 20. Dagskráin og kynning hennar var alfarið flutt af nemendum sem stóðu sig allir frábærlega og var þema kvöldsins “lönd og þjóðir” Nemendur unnu sjálfir að gerð leikmyndar og leikmuna. Þá prýddu myndir nemenda samkomusalinn. Að lokinni sýningu...

Árshátíðarundirbúningur

Nú er árshátíðarundirbúningur á fullu í skólanum.  Þemað okkar er lönd og þjóðir.  Hefðbundin kennsla var lögð niður og hafa nemendur verið að hanna, smíða, teikna, mála og útbúa leikmyndir.  Æfingar hafa gengið vel og mikið líf og fjör hjá okkur í skólanum.  Minnum á að árshátíðin er á föstudagskvöldið 27. mars kl. 20:00....