Nú er árshátíðarundirbúningur á fullu í skólanum. Þemað okkar er lönd og þjóðir. Hefðbundin kennsla var lögð niður og hafa nemendur verið að hanna, smíða, teikna, mála og útbúa leikmyndir. Æfingar hafa gengið vel og mikið líf og fjör hjá okkur í skólanum. Minnum á að árshátíðin er á föstudagskvöldið 27. mars kl. 20:00. Nemendur þurfa að vera mættir hálftíma fyrr í undirbúning.