Árshátið Þjórsárskóla

arshatid

Árshátíð Þjórsárskóla var haldin í Árnesi föstudaginn 27. mars og hófst kl. 20. Dagskráin og kynning hennar var alfarið flutt af nemendum sem stóðu sig allir frábærlega og var þema kvöldsins “lönd og þjóðir” Nemendur unnu sjálfir að gerð leikmyndar og leikmuna. Þá prýddu myndir nemenda samkomusalinn. Að lokinni sýningu voru kaffiveitingar í umsjón foreldrafélagsins. Árshátíðin var vel sótt af foreldrum og öðrum aðstandendum nemenda.