Skákmeistari Þjórsárskóla 2009

skakmot-myndÍ vikunni var uppskeruhátíð af skáknámskeiðum vetrarins sem var hluti af tómstundastarfi skólans. Það voru 32 sem skráðu sig til keppni og var þeim skipt í tvo hópa. Yngri hópurinn taldi 8 nemendur úr 1.-2. bekk og eldri hópurinn var 22 nemendur úr 3.-7. bekk. Allir tefldu 7 umferðir. Þetta var mikil stemning og skemmtilegt. Sigurvegarar í yngri hópi voru jöfn að vinningum og fengu pez-karla í verðlaun. Það voru Bergsveinn Vilhjálmur Ásmundsson og Edda Guðrún Arnórsdóttir. Í eldri hóp varð Andrea Ýr Úlfhéðinsdóttir í fyrsta sæti og hlaut farandbikarinn til varðveislu ásamt verðlaunapeningi. Í öðru sæti varð Hinrik Örn Lárusson og í þriðja sæti Ágúst Guðnason. Allir þátttakendur fengu viðurkenningu fyrir þátttökuna. Efstu tvö sætin hafa unnið rétt til keppni á kjördæmismóti í skák sem haldið verður fljótlega eftir páska. Þar er hægt að vinna sér inn rétt til þátttöku á Íslandsmótinu. Til hamingju krakkar og gleðilega páska.

Eldri fréttir

 

Hafðu samband við okkur

Þjórsárskóli Árnesi, 804 Selfoss
Sími: 486-6000
Kennitala: 540602-4410
Netfang: Skolastjori@thjorsarsarskoli.is

    [recaptcha]