Föstudaginn 11. mars var árshátíðin okkar í Þjórsárskóla. Í ár var hún helguð indjánum og landnemum. Nemendur tóku virkan þátt í undirbúningi fyrir árshátíðina. Unnið var í aldursblönduðum hópum á stöðvum í viku fyrir árshátíðina. Stöðvarnar voru: búningagerð, höfuðskraut og skart, veggmyndir og sviðsmynd. Þá voru söngtextar og leikrit einnig...
Árshátíð 2016
Árshátíðin hefst kl 20:00 í Árnesi. Nemendur verða sóttir með skólabíl, akstur hefst kl 17:00 .
Öskudagurinn 2016
Á öskudaginn mættu nemendur og starfsfólk klætt skrautlegum búningum í skólann. Kl. 10 byrjaði síðan ball í Árnesi undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Það var mikið fjör og allir tóku þátt í skemmtilegum leikjum og dansi. Þá var kötturinn sleginn úr tunnunni, en nemendur höfðu sjálfir tekið þátt í að...
Skauta og menningarferð
Miðvikudaginn 3. febrúar fórum við í skauta og menningarferð til Reykjavíkur. Við byrjuðum í Egilshöll þar sem farið var á skauta. Allir voru duglegir að æfa sig, sumir fóru í íshokkí, aðrir í leiki. Við áttum góða stund saman og þegar búið var að skauta fengu allir pítsur. Þá var...
Skákfréttir
Í gær var skákdagurinn haldinn um land allt. Dagurinn er tileinkaður Friðriki Ólafssyni , fyrsta stórmeistara Íslendinga í skák. Þjórsárskóli tók þátt í þessum viðburði og héldum við skákmót hér í skólanum. Nemendum skólans var skipt í tvo hópa, eldri og yngri. Teflt var á 8 borðum í eldri deild...
Foreldrasamtöl
Foreldraviðtöl verða fimmtudaginn 21. janúar, enginn kennsla.
Kennsla fellur niður
Kennsla fellur niður eftir hádegi mánudaginn 7. des vegna veðurs. Nemendur fá hádegismat í skólanum og verða svo keyrðir heim kl 12:00.
Umhverfisþing
Föstudaginn 9 október var haldin umhverfisþing á Grand Hotel í Reykjavík. Okkur í Þjórsárskóla var boðið að koma með tvo nemendur til að kynna vistheimtverkefni skólans.Það voru Kristín Huld Stefánsdóttir og Haukur Arnarsson sem héldu á þingið ásamt umsjónarkennara sínum. Hvolsskóli og Grunnskólinn á Hellu voru einnig með kynningu á...
Kósý mottan
3. og 4. bekkur í Þjórsárskóla fékk gefins mottu í kósý hornið frá IKEA nú á dögunum. Bekkurinn er mjög glaður og þakklátur fyrir þessa fallegu gjöf! Mottan á eftir að nýtast vel í leik, námi og starfi enda skiptir notalegt og hlýlegt námsumhverfi miklu máli í upplifun barna og...
Skákkennsla í Þjórsárskóla
Mánudaginn 5. október kom Stefán Bergsson verkefnisstjóri þróunarverkefnis í skák til okkar og hóf kennslu í skák. Allir nemendur í 1.-4. bekk fengu kennslu í skák fyrir hádegi. Stefán fór yfir heiti taflmanna, mannganginn og skákborðið sjálft. Eftir það tefldu nemendur peðaskák. Peðaskák er góð æfing fyrir nemendur. Peðunum er...