Vistheimtsferð á Skaftholtsfjall

Vistheimtsferð á Skaftholtsfjall

5.6.og 7. bekkur fóru ásamt kennurum sínum Bolette og Hafdísi upp á Skaftholtsfjall fimmtudaginn 12 maí. Tilgangur ferðarinnar var að lagfæra tilraunareitina okkar og bera skít á ákveðna reiti.  Í fjallinu hittu okkur fulltrúar Landverndar og Landgræðslu. Nemendur gengu frá skólanum og veðrið lék við okkur.  Við byrjuðum á því að nemendum var skipt í hópa.  Hóparnir settu nýtt band umhverfis hvern reit og ný flögg og svo nýjar spýtur ef þær gömlu voru orðnar lúnar.  Síðan var skít dreift á ákveðna tilraunareiti. Nemendur voru röggsamir og vinnan gekk fljótt og vel fyrir sig.