Skólabyrjun og útilega

Skólabyrjun og útilega

Skólasetning var í Þjórsárskóla mánudaginn 22.ágúst. Í fyrstu vikunni fórum við í okkar árlegu útilegu inn í Þjórsárdal. Lagt var af stað á fimmtudegi, farið í berjamó og Þjóðveldisbærinn og Hjálparfoss skoðaðir. Þá var haldið í Sandártungu þar sem gist var í tjaldi um nóttina. Á föstudeginum var síðan skipt í þrjá hópa og hver og einn nemandi hannaði bát úr efniviði skógarins og fékk síðan að fleyta honum í Sandá.

 20160826 111422