Dagur íslenskrar tungu

   Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur miðvikudaginn 16. nóvember með skemmtun í Árnesi. Nemendur sungu, fóru með ljóð um náttúruna og Þjórsárskóli tók á móti Grænfánanum í 7 skipti. Í lokin var síðan danssýning þar sem nemendur skólans sýndu gestum hvað þeir höfðu lært í danstímum hjá Silju í...

Jól í skókassa 2016

Árlega tekur Þjórsárskóli þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það er hluti okkar í verkefninu um sjálfbærni. „Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn og fullorðna til þess að gleðja börn sem búa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim gjafir....

Vetrarfrí og starfsdagur

Mánudagurinn 17. október og þriðjudaginn 18. október er vetrarfrí og enginn skóli. Miðvikudaginn 19. október er starfsdagur og enginn skóli. Fimmtudagur 20. október - venjulegur skóladagur.  

Námsferð starfsfólks skólans

Starfsfólk Þjórsárskóla er að fara í námsferð til Noregs  föstudaginn 14. okt.  Við fengum styrk frá Erasmus til fararinnar.  Tilgangur ferðarinnar er að skoða og fræðast um útiskóla og útikennslu.  Við dveljum í Osló.  Við munum heimskækja skóla þar sem heitir Markaskolen og vera þar úti í heilan dag. Svo...

Hjóladagurinn

Þriðjudaginn 27. október var hjóladagur í Þjórsárskóla. Nemendur komu með hjólin sín í skólann og farið var í hjólaferðir mislangar eftir aldri og getu nemenda. Við vorum heppin með veður, það var bjart en dálítið hvasst. Nemendur komu til baka rjóðir í kinnum en með bros á vör.  

Sumarlestur

  Met þátttaka var í sumar en rúmlega 90 % nemenda í 1-7. bekk tóku þátt. Fyrstu vikuna í september voru veitt verðlaun fyrir þátttöku í lestarátakinu. Allir sem tóku þátt fengu viðurkenningarskjal, medalíu og sundpoka með glaðningi í. Einnig fékk bókasafn skólans bókakassa að gjöf. Við þökkum styrktaraðilum okkar;...

Skólabyrjun og útilega

Skólasetning var í Þjórsárskóla mánudaginn 22.ágúst. Í fyrstu vikunni fórum við í okkar árlegu útilegu inn í Þjórsárdal. Lagt var af stað á fimmtudegi, farið í berjamó og Þjóðveldisbærinn og Hjálparfoss skoðaðir. Þá var haldið í Sandártungu þar sem gist var í tjaldi um nóttina. Á föstudeginum var síðan skipt...

Skólasetning 22. ágúst

Skólasetning Þjórsárskóla verður mánudaginn 22. ágúst kl 14:00 Kynningar verður í bekkjunum á eftir, eins og hér segir:   1.-4. Bekk 14:20 – 14:45 5.-7. Bekk 14:45 – 15:15  

Innkaupalisti 2016-2017

Innkaupalisti 1. -2. bekkur 1 blá A5 stílabók 1 græn A5 stílabók 1 blá A4 stílabók Teygjumappa (skilaboðaskjóða) Þrístrendir breiðir trélitir (mikilvægt að hafa þessa týpu til að aðstoða börn við rétt grip) 2 breiðir þrístrendir blýantar (1 í pennaveski og 1 til að geyma í skóla) 1 stórt lím...

Nýsköpunarkeppni 2016

Grunnskólanemendum  landsins stendur árlega til boða að taka þátt í Nýsköpunarkeppni  grunnskólanna. Tveir nemendur  Þjórsárskóla  náðu þeim glæsilega árangri að komast í úrslit keppninni að þessu sinni. Það voru þær Kristín Huld Stefánsdóttir og Þorbjörg Guðrún Kristófersdóttir.  Hugmynd stelpnanna var hnífastandur og var hún ein af 27 sem valin var úr...