Sagan af Reynistaðarbræðrum hefur verið þjóðinni umhugsunarefni í tæp 240 ár. Sögunnar er getið í námsefni 5. bekkjar og við ákváðum að fræðast betur um atburðinn. Í u.þ.b. þrjár vikur í haust fór íslenskukennslan fram í gegnum þessa sögu.
Jól
Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár. Hlökkum til að sjá ykkur 4. janúar Bestu kveðjur, starfsfólk í Þjórsárskóla
Pappírsgerð
Á stöðvavinnu í nóvember vorum við að endurvinna og búa til pappír úr afgöngum. Nemendur lærðu grunntækni í pappírsgerð: rífa niður gömul blöð, bleyta þau, tæta og móta þau í gjafakort.
Dagur gegn einelti
8.nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Við byrjuðum daginn á fræðslu um forvarnir gegn einelti, fórum yfir eineltishringinn og ræddum um það hvað hver og einn getur gert í skólasamfélaginu til þess að stuðla að betri líðan. Þennan dag unnum við samvinnuverkefni með einkunnarorð skólans: Vinátta – Gleði...
Skáld í skólum
Þriðjudaginn 7. nóvember fengum við Aðalstein Ásberg og Svavar Knút í heimsókn. Þeir eru á ferðinni um landið í tengslum við verkefnið „Skáld í skólum“ en markmið með dagskránni er að kynna fyrir nemendum íslensk ljóðaskáld. Þeir félagar fluttu okkur æviágrip Tómasar Guðmundssonar skálds í máli, myndum og með ljóðum...
Öðruvísi dagar
13. október sýndum við samstöðu og tókum þátt í bleika deginum sem var víða á landinu, tileinkaður baráttunni gegn krabbameini. 27. október var bangsa og náttfatadagur.
Jól í skókassa
Árlega tökum við þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það er hluti okkar í verkefninu um sjálfbærni. „Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn og fullorðna til þess að gleðja börn sem búa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim gjafir....
Sumarlestur
Í sumar var fimmta árið í röð sem verkefnið „Sumarlestur“ var í gangi í Þjórsárskóla en yfir 90% nemenda tók þátt. Markmiðið með verkefninu er að auka lestraráhuga, hvetja nemendur til þess að vera dugleg að lesa á sumrin og þar með viðhalda þeim framförum sem þau hafa náð yfir...
Náttúrufræðikennsla í 5.-7. bekk
Friðjón Jónsson sjómaður kom til okkar í 5.-7. bekk með ýmislegt sjávarfang. Hann var með fyrirlestur um fiska og lífið á sjónum. Krakkarnir tóku vel á móti honum og voru frábær í að spyrja hann. Þau fengu svo að handfjatla fiskana, kryfja þá og skoða innyflin.