Vikan framundan Þriðjudagur 6. nóvember - 6. og 7. bekkur syndir í Brautarholti Miðvikudagur 7. nóvember - Tónlistarskóli Árnesinga kemur með hljóðfærakynnngu fyrir 1. og 2. bekk Fimmtudagur 8. nóvember - Dagur gegn einelti
Jól í skókassa
Á hverju ári taka nemendur og starfsmenn Þjórsárskóla þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það er hluti af vinnu okkar með sjálfbærni. Þetta felst í því að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að færa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar í skókassa og mælst er...
Hugleiðsludagur unga fólksins
Þriðjudaginn 9. október mynduðu nemendur og starfsmenn skólans hring í Vinaminni og stóðu með lokuð augun og hendur á brjósti í 3 mínútur. Um 5000 nemendur frá yfir 50 skólum á landinu tóku þátt í þessari friðarstund. Veðrið var frábært og róin og kyrrðin sem þetta skapaði var yndisleg. 9....
Framundan
Mánudagur 15. október Heimsókn frá Skáld í skólum Fimmtudagur 18.október 5.-7.bekkur í heimsókn í Búrfellsvirkjun Föstudagur 19. október Starfsdagur kennara, ekki skóli Mánudagur 22. október Starfsdagur kennara, ekki skóli Þriðjudagur 23. október Foreldradagur, foreldrar mæta með börnin sín í viðtöl til umsjónarkennara.
Vikan 1. – 5. október
Þriðjudagur 2. október 6.-7.bekkur í Brautarholtssund Fimmtudagur 4. október Skólaheimsókn elstu barna í Leikholti. Föstudagur 5. október Kennaraþing - Engin kennsla.
Umhverfismennt
Elstu nemendur skólans vinna nú að endurbótum á skólalóðinni. Búa til skjólveggi með því að endurnýta efnivið, garðúrgang og gamla girðingastaura sem annars hefðu farið í ruslið. Þeir rækta líka karteflur sem notaðar eru í mötuneytinu. Nú í lok september fór sami hópur upp á Skaftholtsfjall til að halda áfram...
Vikan 24. – 28.september
Fimmtudagur 27. september Samræmt próf í 4. bekk - Íslenska Vistheimtarverkefni 5.-7.bekkur. Farið á Skaftholtsfjall. Föstudagur 28.september Samræmt próf í 4. bekk - Stærðfræði
Réttarvikan
Í réttarvikunni voru unnin verkefni með nemendum sem tengjast réttum og hefðum í kringum réttirnar. Þá var sérstaklega rætt um það hvernig á að umgangst kindur í réttunum. Hér má sjá nokkrar myndir af verkefnum nemenda í réttarvikunni.
Hjóladagurinn
Miðvikudaginn 12. september var hjóladagur í Þjórsárskóla. Þá komu allir með hjól í skólann og farið var í hjólaferðir, mislangar eftir aldri og getu nemenda. Þeir yngstu voru í kringum skólann og þeir elstu hjóluðu tæpa 12 km. Nemendur fengu umferðafræðslu í undirbúningi fyrir hjóladaginn og allir hjóluðu í endurskinsvestum...
Skólasetning
Skólasetning Þjórsárskóla verður þriðjudaginn 21. ágúst. {phocadownload view=file|id=295|target=s}