Fyrsti sunnudagur í aðventu

Fyrsti sunnudagur í aðventu

Þjórsárskóli tók þátt í aðventuhátíð í Árnesi fyrsta sunnudag í aðventu. Nemendur skólans léku helgileik og sungu lög sem tengjast jólunum fyrir fullan sal af gestum. Í framhaldi af því tók við dagskrá sóknarnefndar sem einnig bauð upp á hátíðarkaffi. Falleg stund sem markar byrjun á jólaundirbúningi í sveitinni.