Hátíðardagskrá 15. nóvember

Hátíðardagskrá 15. nóvember

Dagskráin hófst með því að skólinn tók við grænfánanum í áttunda sinn.

Síðan tók við dagskrá þar sem megináherslan var á fullveldisárið 1918 og þá atburði sem gerðust það árið. Inn í söguna voru tengdir atburðir sem áttu sér stað í sveitinni okkar og nemendur sungu Ísland ögrum skorið og þjóðsönginn.

Dagkránni lauk með danssýningu nemenda skólans undir stjórn Silju Þorsteinsdóttur sem markar lok á danskennslunni þetta haustið.