Skólabyrjun

Þjórsárskóli var settur miðvikudaginn 21. ágúst. Eftir skólasetningu var kynning á námsefni og áherslum vetrarins í bekkjarstofum barnanna. Þetta skólaárið eru 46 nemendur í skólanum. Í annarri vikunni af skólanum var farið í hina árlegu útilegu. Veðrið var okkur hins vegar ekki hliðhollt og það rigndi mikið. Því var ákveðið...

Útilegan

Okkar árlega útilega er fimmtudaginn 29. ágúst til föstudagsins 30. ágúst Foreldrar eru velkomnir með í ferðina. Gott væri að vita hvort þið hafið tök á að aðstoða okkur í útilegunni, hvort sem er með að lána tjöld, tjalda eða vera með okkur. Veðurspáin er hagstæð og hlökkum við til ferðarinnar.

Skólasetning 21. ágúst kl. 14

Skólasetning Þjórsárskóla verður miðvikudaginn 21. ágúst kl. 14-15. Þá koma foreldrar með börnum sínum, skólastjóri setur skólann og síðan verða stuttar kynningar í skólastofum. Enginn skólaakstur þennan dag.  Búið er að setja skipulagið á skólaakstri inn á heimasíðuna, undir flipanum skólaakstur, hér til hliðar.   

Vikan framundan

Þriðjudagur - Vorferðir nemenda Miðvikudagur - Vordagur í skólanum. Koma með sundföt.  Fimmtudagur - Frídagur Föstudagur - Skólaslit kl. 11. Gott væri að mæta aðeins fyrr til þess að skoða sýningu á verkum nemenda. 

Vorferð í skóginn

Þann 22. maí fórum við inn í skóginn okkar. Markmiðin með þessari ferð voru: Að nemendur : Geri sér grein fyrir mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi og taki þátt í skólahlaupi Nýti náttúruna til afþreyingar Komi með réttan útbúnað og viðeigandi klæðnað Nemendur byrjuðu á því að taka þátt í...

Vikan framundan

Þriðjudagur 21. maí - Nemendur í 5.-7. bekk fara á Skaftholtsfjall í landgræðslu. Miðvikudagur 22. maí - Norræna skógarhlaupið og sull. Koma þarf með aukaföt, handklæði og skó til þess að vaða í litlum bakpoka. Skólinn sér um nesti.  Fimmtudagur 23. maí - 7. bekkur í skólaheimsókn í Flúðaskóla allan...

Sundkeppni skólans

Sundmót Þjórsárskóla var haldið í þann 14. maí í Skeiðalaug. Keppendur stóðu sig vel og var mjög jafnt á milli nemenda. Vésteinn varð fyrstur í drengjaflokki, Magnús Arngrímur annar og Eyþór Ingi þriðji. Í stúlknaflokki var það Þórhildur sem sigraði, Þórkatla varð í öðru sæti og Svana Hlín í þriðja....

Vikan framundan

Þriðjudagur 14/5 - Sundkeppni skólans frá kl. 10-12. Allir koma með sundföt. Miðvikudagur 15/5 - Skógarferð fyrir hádegi. Þema ferðarinnar er stærðfræði. Bekkjarkvöld 1.-2. bekkur frá kl. 17-19. Fimmtudagur 16/5 - Skólahópur Leikholts hjá okkur allan daginn.   

Nýsköpun – Markaðsdagur

Hluti nýsköpunar kennslunnar hjá 5.- 7. bekk í vetur var að hanna vörur og markaðsetja þær. Nemendur stofnuðu fyrirtæki, gáfu því nafn og fundu síðan út hvaða vörur væri sniðugt að framleiða. Þeir þurftu að reikna út kostnaðinn af framleiðslu vörunnar og ákveða í framhaldi af því verðið á henni....