Skáld í skólum

Í október fengum við heimsókn í skólann. „Hávísindalegar og trylltar tilraunir“. Linda Ólafsdóttir, teiknari og barnabókahöfundur og Vilhelm Anton Jónsson, leikari, söngvari og barnabókahöfundur komu til okkar með líflega kynningu á sögugerð þar sem ýmindunaraflið fékk að njóta sín.  

Vikan framundan

Þriðjudagur 22. október - Skáld í skólum Fimmtudagur 24. október - Leikholt, skólaheimsókn Föstudagur 25. október - Bangsa og náttfatadagur   

Bleikur dagur

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni eru landsmenn hvattir til að klæðast einhverju bleiku. Við í Þjórsárskóla sýndum samstöðu og mættum í bleiku fimmtudaginn 10. október.  

Vikan framundan

Fimmtudagur 17. október - Leikholt í skólaheimsókn og bekkjarkvöld 5. bekkur.  Nú styttist í verkefnið okkar Jól í skókassa. Sjá vikupistil frá umsjónarkennurum. 

Sumarlestur

Í sumar var sjöunda árið í röð sem verkefnið „Sumarlestur“ var í gangi í Þjórsárskóla en þetta árið tóku 41 af 47 nemendum þátt, sem er frábært. Markmiðið með verkefninu er að auka lestraráhuga, hvetja nemendur til þess að vera dugleg að lesa á sumrin og þar með viðhalda þeim...

Vikan framundan

Fimmtudagur 10. október - Bleikur dagur, tileinkaður baráttunni við brjóstakrabbamein. Föstudagur 11. október - Kennaraþing. Nemendafrí.

Landgræðsla

Allur skólinn fór upp á Skaftholtsfjall 2. október í góðu veðri. Nemendur unnu að landgræðsluverkefnum, mismunandi eftir aldri. Yngri nemendur dreifðu úr rúllur sem landbótafélagið útvegaði okkur og skít á víðiplöntur. Elsti hópurinn skoðaði og skráði gróður í tilraunareitunum. Í alla staði vel heppnuð ferð.   

Vikan framundan

Þriðjudagurinn 1. okt. Brautarholtssund hjá 6.-7. bekkur Miðvikudagurinn 2. okt. landgræðsluferð eftir hádegi

Vikan framundan

Mánudagur 23. september - Foreldradagur. Þriðjudagur 24. september - Foreldrafélagsfundur kl. 20. Fimmtudaginn 26. september - Samræmd próf í 4. bekk: íslenska.. Föstudagur 27. september - Samræmd próf í 4. bekk: stærðfræði.  

Uppskera

7. bekkur tók upp karteflur í síðustu, viku sem þau settu sjálf niður í vor. Karteflurnar eru ræktaðar úr moltu sem unnin er úr lífrænum úrgangi úr skólanum. Nemendur nota hluta af uppskerunni í heimilisfræði en meirihlutinn fer í mötuneyti skólans og er borðaður í hádeginu.