Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu

Við héldum Dag íslenskrar tungu hátíðlegan fimmtudaginn 14. nóvember. Að þessu sinni var dagurinn helgaður Þórarni Eldjárn. Flutt voru vísur og kvæði og að lokum var söngur undir stjórn Guðmundar Pálssonar.

Í haust fengu nemendur danskennslu frá Silju Þorsteinsdóttur í 10 vikur. Þemað var Michael Jackson.  Það er búið að vera gaman að fylgjast með áhuga nemenda á dansinum og sýndu þeir afraksturinn á flottri danssýningu þennan dag.