Á miðstig eru nemendur að læra um vélar í eðlisvísindum. Í verklegu unnu þeir með hjól og ás, vogarafl, trissu og fleyg.
Bleiki dagurinn – Föstudaginn 16. október
Markmiðið með deginum er að sýna samstöðu í baráttunni gegn krabbameini með því að klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi þennan dag. Frábær samstaða í Þjórsárskóla .
Dagur íslenskrar náttúru og Grænfáninn afhentur í níunda sinn
16.september er dagur íslenskrar náttúru og unnum við á miðstigi verkefni í tilefni dagsins sem þar sem nemendur sömdu sögur sem tengdust náttúrunni og nærumhverfi skólans. Sigurlaug Arnardóttir sérfræðingur frá landvernd kom til okkar þennan dag og fylgist með nemendum vinna verkefnið og aðstoðaði okkur með hugmyndir og úrvinnslu. Eftir sögugerð...
Vikan framundan
Þriðjudagur 6. október - Brautarholtssund hjá 6.-7.bekk. Fatasund. Miðvikudagur 7. október - Skólaskoðun hjúkrunarfræðings hjá 1.bekk. Fimmtudagur 8. október - Nýsköpun tekur við af danskennslu næstu 4 vikur.
Vikan framundan
Miðvikudagur 30. september - Samræmt próf í íslensku hjá 4.bekk Fimmtudagur 1.október - Samræmt próf í stærðfræði hjá 4.bekk
Réttarvikan
Í vikunni fyrir réttir voru unnin margs konar verkefni um réttir og fjallferðir hjá öllum bekkjum. 1.-2. bekkur bjó t.d. til kindur, flettu upp í markaskránni og settu „sitt“ bæjarnúmer í eyrun á þeim.
Hjóladagurinn
Þann 9. september var hinn árlegi hjóladagur í Þjórsárskóla. Nemendur komu með hjólin sín í skólann og farið var í hjólaferðir mislangar eftir aldri og getu nemenda. Nemendur fengu umferðafræðslu í undirbúningi fyrir hjóladaginn og allir hjóluðu í endurskinsvestum.
Sumarlestur 2020
Nemendur Þjórsárskóla tóku þátt í „Sumarlestri“ og var þátttakan frábær en 39 af 45 nemendum skólans tóku þátt. Markmiðið með verkefninu er að auka lestraráhuga, hvetja nemendur til þess að vera dugleg að lesa á sumrin og þar með viðhalda þeim framförum sem þau hafa náð yfir veturinn. Að hausti...
Vikan framundan 14.-18 sep.
Mánudagurinn 14. Alma landlækni kemur í Árnes kl. 13 og 5.-7. bekk eru viðstöd undirskrift um heilsueflandi samfélag, Miðvikudaginn 16. 1.-4. bekk á Flúðum. Hlusta á symfoníuhljómsveit Suðurlands
Skólabyrjun
Þjórsárskóli var settur föstudaginn 21. ágúst, á óhefðbundinn hátt, án foreldra. Skólinn byrjaði síðan samkvæmt stundatöflu mánudaginn 24. ágúst. Þetta skólaárið eru 45 nemendur í skólanum. Nemendur þurfa að koma með morgunnesti að heiman alla daga. Vikan framundan: Miðvikudagur 26. ágúst. 5.-7b. í landgræðslugferð á Skaftholtsfjall. Fimmtudagur 27. ágúst. Allur...