Vikan framundan

Mánudagur - Bolludagur. Nemendur mega koma með bollu með sér í nesti. Tónlistarskóli Árnesinga í heimsókn hjá 1.-2.bekk. Þriðjudagur - Brautarholtssund eldri nemendur. Miðvikudagur - Öskudagur, þá mætum við í búningum. Skemmtun og ball í Árnesi kl. 10.30. Nemendur fara heim með skólabílum kl. 12. Föstudagur - 1.-2.bekkur fer á...

Skíðaferð

Fimmtudaginn 10. febrúar fórum við með nemendum á skíði í Bláfjöll. Við vorum heppin með veður og gleði einkenndi hópinn. Allir fóru á skíði, sumir í fyrsta skipti og voru því margir sigrar unnir þennan dag.    

Vikan framundan

Miðvikudagur - Fyrirlesturinn Gleðiskruddan kl. 20.15. Fimmtudagur - Skólahópur leikskólans Leikholts með 1.-2.bekk fram yfir hádegi. Þema Ævintýri. 21. og 22. febrúar er vetrarfrí. 23. febrúar er starfsdagur. Ekki er skóli þessa daga. 

Fyrirhuguð skíðaferð og vikan framundan

Þriðjudagur 1.febrúar - Brautarholtssund. Tónlistarskóli Árnesinga með kynningu fyrir 1.-2.bekk. Miðvikudagur 2. febrúar - Leiklistarlota byrjar. Halla Guðmundsdóttir kennir leiklist. Fimmtudagur 3. febrúar - Skólahópur Leikholts kemur í skólann. Þriðjudaginn 8. febrúar stefnum við að því að fara í skíðaferð í Bláfjöll. Farið verður með allan skólann snemma morguns og...

25. janúar

Eftir að hafa fundað með skólabílstjórum hefur verið tekin ákvörðun um að hafa skólann lokaðan á morgun, þriðjudaginn 25. janúar.

Veðurspá fyrir þriðjudaginn 25. janúar

Nú spáir gulri viðvörun á morgun, 18-25 metrum og útlitið er ekki gott fyrir bíla sem taka á sig vind. Í samráði við skólabílstjóra hefur verið ákveðið að taka stöðuna seinnipartinn í dag með morgundaginn og sendur verður póstur á foreldra þegar ákvörðun hefur verið tekin.

Foreldraviðtöl miðvikudaginn 19. janúar

Miðvikudaginn 19. janúar verða foreldraviðtöl í skólanum. Nemendur koma með foreldrum sínum í viðtöl til umsjónarkennara. Við biðjum fólk að huga vel að sóttvörnum, vera með grímu og nota spritt. Þá minnum við á að hægt er að semja við kennara um að fá símaviðtal ef það hentar betur.  

Vikan framundan

Mánudagur - Guðný María náms og starfsráðgjafi í skólanum. Miðvikudagur - Opnað fyrir foreldraviðtöl í Mentor. Fimmtudagur - Sígríður hjúkrunarfræðingur í skólanum. Minnum á að á miðvikdaginn í næstu viku, 19. janúar eru foreldraviðtöl. Þá er ekki skóli en nemendur koma með foreldrum sínum í viðtölin.

Skólabyrjun í janúar

Nú fer skólinn í gang eftir jólafríið og við hlökkum til að hitta börnin ykkar á morgun. Það verður kennt samkvæmt stundaskrá og á morgun eiga allir að mæta með sundföt. Við óskum eftir því að nemendur með kvef og flensueinkenni komi ekki í skólann. Endilega hafið samband við umsjónarkennara...