Skíðaferð

Dagana 11. -12. febrúar fóru 4. -.7. bekkur í skíðaferð í Bláfjöll.  Gist var eina nótt í Breiðabliksskálanum og var öll aðstaða þar til fyrirmyndar.  Veðurguðirnir voru okkur ekki hliðhollir, 10 stiga frost og vindur.  Þrátt fyrir það nýttist fyrri dagurinn alveg til fulls og engum datt í hug að...

Ferð í Búrfell

Þriðjudaginn 10. febrúar sl. fór 5., 6. og 7. bekkur í námsferð að Búrfellsvirkjun. Vikurnar áður höfðu nemendur 7. bekkjar unnið verkefni um auðlindir og orku, í samfélagsfræði hjá Kjartani og í náttúrufræði hjá Bolette. 5. og 6. bekkur voru undirbúin fyrir ferðina í nýsköpun hjá Eygló.Daði Viðar Loftsson og...

Grænfánaverkefni

{phocadownload view=file|id=378|target=s} Grænfáninn er alþjóðleg viðurkenning sem Landvernd veitir grunnskólum og leikskólum landsins sem standa sig vel í umhverfismálum. Viðurkenningin er veitt til tveggja ára í senn. Gnúpverjaskóli var einn af stofnfélögum Grænfánans og eftir sameiningu hefur skólinn fengið grænfánann fimm sinnum. Í skólanum er kosin umhverfisnefnd sem er skipuð...

Græni gaukurinn

Frétt úr skólastarfinu frá 1. og 2. bekk   Nú í janúar tókum við fyrir söguramma sem við nefndum Græni gaukurinn og fjallar um afa á elliheimili, hvernig hægt er að gleðja hann og spurninguna má hafa gæludýr á elliheimilinu. Vinnum með söguaðferðina þar sem brotin er upp hefðbundin kennsla...

Samræmdu prófin

Niðurstöður úr samræmdu prófum Þjórsárskóla eru komnar og erum við mjög ánægð og stolt af okkar nemendum. Hægt er að sjá niðurstöðurnar hér

Skólastefna

Skólastefna Skeiða- og Gnúpverjahrepps frá {phocadownload view=file|id=50|text=2011|target=s}   Skólaþing Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Hrunamanna 17. apríl 2012Skóla- og æskulýðsstefna Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps {phocadownload view=file|id=139|text=2014|target=s} Forvarnarstefna Hrunamannahrepps og Skeiða- og Gnúpverjahrepps {phocadownload view=file|id=143|text=2014|target=s}     Símenntunaráætlun{phocadownload view=file|id=102|text= 2013-2014 |target=s} {phocadownload view=file|id=271|target=s}{phocadownload view=file|id=270|target=s}{phocadownload view=file|id=347|target=s}Áætlun um innleiðingu nýrrar aðalnámskrár {phocadownload view=file|id=103|text=2012-2014|target=s}...

náttfatadagur

NáttfatadagurÞann 23 janúar var náttfatadagur hér í skólanum.  Nemendur mættu í náttfötum og skemmtu sér vel.  Hefðbundin kennsla var í skólanum en óneitanlega myndaðist öðruvísi stemning.  Þetta var hugmynd sem kom frá nemendafélaginu og gaman var að verða við þessari beiðni þeirra. Kennarar tóku einnig þátt í þessari uppákomu.

Mötuneyti

Mötuneyti skólans fyrir hádegismat er rekið í Árnesi. Matreiðslumaður er Kolbrún Kristín Daníelsdóttir  sem eldar mat á staðnum. Starfsmaður mötuneytis sér um að skammta nemendum og hafa umsjón með nemendamatsal ásamt gæslufólki skólans. Matur er framreiddur kl. 11:55-12:25. Nemendur borða kl. 11:55 Morgunmatur skólans er framreiddur í sal skólans eftir fyrstu...

Art

ART er smart   Tveir kennarar og einn leiðbeinandi Þjórsárskóla hafa sótt námskeið í ART – þjálfun sem gerir ART eitt af nýju verkfærunum í kistunni okkar. Kennararnir eru Bolette Höeg Koch, Hafdís Hafsteinsdóttir og svo Lilja Loftsdóttir leiðbeinandi.     ART stendur fyrir Aggression Replacement Training og miðar að því...