Græni gaukurinn

Frétt úr skólastarfinu frá 1. og 2. bekk
 
Nú í janúar tókum við fyrir söguramma sem við nefndum Græni gaukurinn og fjallar um afa á elliheimili, hvernig hægt er að gleðja hann og spurninguna má hafa gæludýr á elliheimilinu. Vinnum með söguaðferðina þar sem brotin er upp hefðbundin kennsla og nemendur vinna mikið í hópum, misstórum eftir verkefnum.  Samþættast margar námsgreinar svo sem íslenska, stærðfræði, samfélagsfræði. Mjög skemmtilegt var að vinna með afa gamla og getur margt skemmtilegt gerst á elliheimili. Næsta þema okkar verður Vinir Afríku og munum við tengja heimsókn leikskólabarnanna á föstudögum þeirri vinnu. Vonandi fáið þið fréttir og myndir af því verkefni þegar þar að kemur.