Þriðjudaginn 10. febrúar sl. fór 5., 6. og 7. bekkur í námsferð að Búrfellsvirkjun. Vikurnar áður höfðu nemendur 7. bekkjar unnið verkefni um auðlindir og orku, í samfélagsfræði hjá Kjartani og í náttúrufræði hjá Bolette. 5. og 6. bekkur voru undirbúin fyrir ferðina í nýsköpun hjá Eygló.
Daði Viðar Loftsson og Hrafnhildur Jóhannesdóttir tóku á móti okkur í stöðvarhúsinu þar sem okkur var kynnt hvernig vatnsaflsvirkjun vinnur. Nemendur og kennarar voru klæddir í hjálm og vesti og stöðin skoðuð.
Kynnisferðinni lauk í mötuneyti staðarins þar sem Guðbjörg og Ingunn báru kræsingar fyrir okkur. Nemendur voru leystir út með gjöfum, derhúfum og svifdiskum. Ferðin var ánægjuleg og fróðleg.