Nú hefur Þjórsárskóli fengið svæði til uppgræðslu í Skaftholtinu. Skaftholt er holtið við sumarbústaðabyggðina á Flötunum. Þar eru rofabörð, melar og fleiri svæði sem vert er að huga að og græða upp. Þetta svæði verður uppgræðslusvæði skólans næstu árin. Það þýðir að nemendur skólans sinna svæðinu með áburði, talningu planta...
Lögreglan og hjóladagur
Á miðvikudaginn var forvarnardagurinn og hjóladagur í Þjórsárskóla. Dagurinn hófst með því að lögreglan heimsótti alla bekki og ræddi um ýmis forvarnar- og öryggismál og svo sérstaklega reglur varðandi hjólreiðar. Nemendur komu með eigin hjól og hjálm í skólann og lögreglan skoðaði hvert hjól og fór yfir það sem betur mætti fara. Eftir...
Nefndir og ráð
Nú er búið að kjósa nýja umhverfisnefnd við skólann. Í henni sitja Ágúst Guðnason, Stefanía Katrín Einarsdóttir, Díana Ösp Davíðsdóttir og Hekla Salóme Magnúsdóttir. Nefndin starfar undir stjórn Bolette eins og undanfarin ár. Margt liggur fyrir nefndinni, þar ber hæst gerð fræðsluefnis um flokkun á sorpi. Myndin hér er af...
Foreldradagur og sýning
Á mánudag er sýning afrakstri þemavinnunnar um réttir. Sýningin stendur allan daginn á meðan foreldrar og nemendur koma í viðtöl hjá umsjonarkennara. Þennan dag er 6.-7. bekkur með fjáröflun fyrir vorferðir og selja köku og kaffi á 200 kr. Allir eru velkomnir í skólann til að skoða verk nemenda.
Rusladagur
Í gær komu starfsmenn frá Íslenska gámafélaginu og kynntu fyrir nemendum skólans væntanlega flokkun sorps. Flokkað verður í þrjár tunnur og veittist nemendum það auðvelt, enda eru þeir vanir ákveðinni flokkun í skólanum nú þegar. Nemendur fengu líka að sjá myndband af því hvernig fernur og pappír er endurunninn frá...
Árangur í nýsköpunarkeppni grunnskóla
Lokahóf Nýsköpunarkeppni grunnskólanema, NKG, fór fram í Grafarvogskirkju á laugardag. Margar góðar hugmyndir unnu til verðlauna og þar á meðal hugmynd Guðmundar Heiðars í 4. bekk. Hann hlaut þriðju verðlaun í flokki landbúnaðar fyrir hugmynd sína um grasrótarloftun. Um það bil 2700 börn á grunnskólaaldri frá 60 skólum tóku þátt í...
Réttarþema
Það hefur verið mikið fjör í skólanum síðustu daga. Hér hefur verið flatkökubakstur með þvílíkum ilmi. Krakkarnir hafa verið úti á stétt við baksturinn og ekki annað að sjá en þau skemmti sér konunglega. Annar hópur var að gera teiknimyndasögur um réttir, fjallferðir og fleira í anda þemavikunnar. Þar hafa...
Undirbúningur rétta hafinn
Í dag hófst undirbúningur fyrir réttir í skólanum. Lilja fór á fjall í gær svo við sjáum hana ekki fyrr en við förum á móti safninu næsta fimmtudag. Hluti af þemavinnu okkar um réttir er hafinn með því að dagurinn í skólanum hefst alla daga með því að við komum...
Skógarferð
Skógarferð okkar var farin á miðvikudag til fimmtudags í síðustu viku. Í upphafi var farið að tjaldsvæðinu Sandártungu í Þjórsárdal og þar var slegið upp tjaldbúðum með dyggri aðstoð foreldra. Að því loknu var unnið í skóginum í stöðvavinnu frá klukkan tvö til sjö. Stöðvarnar voru þrjár og voru nemendur...
Innkaupalistar
Skóli hefst mánudaginn 24. ágúst kl. 8,20. Þennan dag fara nemendur heim kl. 11,00 en kennsla hefst svo skv. stundatöflu á þriðjudag. Innkaup 5.-7. bekk fyrir skólaárið 2009-2010. 2 A4 reikningsbækur1 A4 stílabók með gormum1 harðspjaldamappa2 A4 stílabækur (ekki gorma)2 A5 stílabækurÍ pennaveski eiga að vera: blýantur, stroklegður, reglustika, trélitir,...