Árangur í nýsköpunarkeppni grunnskóla

Árangur í nýsköpunarkeppni grunnskóla

Guðmundur Heiðar við verk sittLokahóf Nýsköpunarkeppni grunnskólanema, NKG, fór fram í Grafarvogskirkju á laugardag. Margar góðar hugmyndir unnu til verðlauna og þar á meðal hugmynd Guðmundar Heiðars í 4. bekk. Hann hlaut þriðju verðlaun í flokki landbúnaðar fyrir hugmynd sína um grasrótarloftun. Um það bil 2700 börn á grunnskólaaldri frá 60 skólum tóku þátt í keppninni. Það var forseti Íslands verndari keppninnar sem afhenti verðlaun til 15 nemenda. Fulltrúi menntamálaráðherra afhenti viðurkenningar til þriggja afkastamestu grunnskóla landsins í innsendum hugmyndum. Þar hlaut Þjórsárskóli silfurviðurkenningu. Það var Eygló Jósephsdóttir kennari í nýsköpun á síðasta skólaári sem vann umsóknir og hugmyndir með nemendum skólans á vorönn 2009.  Lokahóf NKG er uppskera árangurs síðasta skólaárs þar sem valdar hafa verið 44 hugmyndir til að fara í vinnusmiðju og vinna nánar úr hugmyndum sem sendar voru inn og af þeim er síðan valið í verðlaunasæti.  Þetta er frábær árangur hjá Þjórsárskóla, nemendum og kennara – til hamingju með það.