Árshátíð 2016

Árshátíðin hefst kl 20:00 í Árnesi.  Nemendur verða sóttir  með skólabíl, akstur hefst kl 17:00    .

Öskudagurinn 2016

   Á öskudaginn mættu nemendur og starfsfólk klætt skrautlegum búningum í skólann. Kl. 10 byrjaði síðan ball í Árnesi undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Það var mikið fjör og allir tóku þátt í skemmtilegum leikjum og dansi.  Þá var kötturinn sleginn úr tunnunni, en nemendur höfðu sjálfir tekið þátt í að...

Skauta og menningarferð

Miðvikudaginn 3. febrúar fórum við í skauta og menningarferð til Reykjavíkur. Við byrjuðum í Egilshöll þar sem farið var á skauta.  Allir voru duglegir að æfa sig, sumir fóru í íshokkí, aðrir í leiki. Við áttum góða stund saman og þegar búið var að skauta fengu allir pítsur. Þá var...

Skákfréttir

Í gær var skákdagurinn haldinn um land allt. Dagurinn er tileinkaður Friðriki Ólafssyni , fyrsta stórmeistara Íslendinga  í skák. Þjórsárskóli tók þátt í þessum viðburði og héldum við skákmót hér í skólanum.  Nemendum skólans var skipt í tvo hópa, eldri og yngri.  Teflt var á 8 borðum í eldri deild...

Jólakveðja

Í dag voru litlu jólin í Þjórsárskóla. Í myndasameign má sjá fleiri myndir frá þeim degi. Starfsfólk skólans óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Hlökkum til að sjá nemendur 4. janúar þegar skólinn byrjar aftur.                         ...

Jólaferð í skóginn

  Við fórum í árlegu jólaferðina okkar í skóginn 9. desember. Veðrið var stillt og fallegt og hitastig við frostmark. Jólasveinninn tók á móti okkur við skýlið þegar við komum og við dönsuðum kringum jólatréð og sungum jólalög. Bakaðar voru lummur og allir fengu heitt kakó. Eftir að allir höfðu...

Þriðjudaginn 8.desember

Það er útlit fyrir að veðrið verði ekki gengið niður í fyrramálið og þar með hefjum við ekki skólann á réttum tíma. 

Kennsla fellur niður

Kennsla fellur niður eftir hádegi mánudaginn 7. des vegna veðurs. Nemendur fá hádegismat í skólanum og verða svo keyrðir heim kl 12:00.

Dagur íslenskrar tungu

Við héldum Dag íslenskrar tungu hátíðlegan mánudaginn 16. nóvember. Að þessu sinni var dagurinn helgaður 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. 3.- 4. bekkur flutti dagskrá um stöðu kvenna á fyrri árum og sögðu frá kvikmyndinni Næturgangan eftir Svövu Jakobsdóttur þar sem vinnukona gerir uppreisn gegn kynjamisrétti. 5.- 7. bekkur tók...