Skólaslit 2017

  Á þriðjudaginn 30. maí eru skólaslit kl 11:00 í Árnesi. Það er ekki skólaakstur.  

Skólahald hér áður fyrr

Valgerður og Tryggvi komu í heimsókn í skólann og fræddu okkur um skólahald þegar þau voru lítil. Nemendur voru vel undirbúnir og höfðu margar spurningar fyrir þau. Þetta er hluti af grænfána verkefni okkar, átthagafræðslu.    

Árshátíð Þjórsárskóla 2017

Föstudaginn 17. mars var árshátíð Þjórsárskóla haldin í Árnesi.  Sýndir voru leikþættir sem byggðir voru á leikritunum: „Þegar drottningin á Englandi fór í orlofið“ sitt og Skuggasveini. Um morguninn var Leikholti, Flúðaskóla og eldri borgurum boðið á síðustu æfinguna. Um kvöldið sýndu nemendur fyrir fullum sal af foreldrum og aðstandendum....

Óveður

Við ætlum að aka nemendum heim kl 11:30 vegna veðurs í dag föstudag.

Skákmót

Skákfréttir Fimmtudaginn 26. janúar var skákdagurinn haldinn um land allt. Dagurinn er tileinkaður Friðriki Ólafssyni , fyrsta stórmeistara Íslendinga í skák. Þjórsárskóli tók þátt í þessum viðburði og héldum við skákmót hér í skólanum. Nemendur í 3. – 7. bekk hafa verið í skákkennslu einu sinni í viku í vetur....

Þorrinn – kynning á þorramat

  Veðrið þessa dagana minnir alls ekki á kvæði Kristjáns Fjallaskálds: Nú er frost á Fróni frýs í æðum blóð kveðjur kuldaljóð Kári í jötunmóð. Nú hafa kennarar frætt nemendur í öllum bekkjum skólans um þorramat og boðið þeim að smakka. Nemendur eru mishrifnir en sumir borða með bestu lyst....

Aðventukvöld

Annan sunnudag í aðventu vorum við með hið árlega aðventukvöld skólans. Þetta árið var skemmtunin í Árnesi þar sem börnin sungu jólalög og léku helgileik fyrir gesti. Fermingarbörn voru einnig með upplestur og kirkjukórinn söng nokkur lög. Fallegt kvöld sem hjá mörgum í sveitinni er orðinn fastur liður í undirbúningi...

Dagur íslenskrar tungu

   Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur miðvikudaginn 16. nóvember með skemmtun í Árnesi. Nemendur sungu, fóru með ljóð um náttúruna og Þjórsárskóli tók á móti Grænfánanum í 7 skipti. Í lokin var síðan danssýning þar sem nemendur skólans sýndu gestum hvað þeir höfðu lært í danstímum hjá Silju í...

Jól í skókassa 2016

Árlega tekur Þjórsárskóli þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það er hluti okkar í verkefninu um sjálfbærni. „Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn og fullorðna til þess að gleðja börn sem búa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim gjafir....

Vetrarfrí og starfsdagur

Mánudagurinn 17. október og þriðjudaginn 18. október er vetrarfrí og enginn skóli. Miðvikudaginn 19. október er starfsdagur og enginn skóli. Fimmtudagur 20. október - venjulegur skóladagur.