Gleðileg jól

Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og gæfuríks árs. Skólinn byrjar aftur mánudaginn 6. janúar.

Vikan framundan

Þriðjudagur 17.desember - Jólahringekja Miðvikudagur 18. desember - Jólamatur í hádeginu Fimmtudagur 19. desember - Litlu jólin milli kl. 10-12.

Jólahúfur og vasaljós

Aðra vikuna í desember komu starfsfólk og nemendur með jólahúfur í skólann. Síðar í sömu viku var síðan vasaljósadagur þar sem nemendur lásu og unnu verkefni með vasaljós í kennslustundum. Uppbrotsdagar sem þessir eru valdir af nemendum til þess að gera sér glaðan dag.

Óveður

Skólastarf fellur niður í dag 11.des. vegna veðurs

Vikan framundan

Mánudagur 9. desember - Jólasveinahúfur Miðvikudaginn 11. desember - Kynning frá tónlistarskólanum 1.-2.bekkur Fimmtudagur 12. desember - Kirkjuheimsóknir  

Jólaskógur

Við fórum í árlegu jólaferðina okkar í skóginn 4. desember. Veðrið var stillt og fallegt og nýfallinn snjór yfir öllu. Jólasveinninn tók á móti okkur við skýlið þegar við komum og við dönsuðum kringum jólatré og sungum jólalög. Síðan fórum við á jólastöðvar í ratleik og þrautir þar sem þemað...

Vikan framundan

Þriðjudagur 3. desember - Brautarholtssund 6. og 7. bekkur Miðvikudagur 4. desember - Jólaferð í skóginn Fimmtudagur 5. desember - Skólahópur Leikholts með 1. og 2. bekk fram að hádegi.   

Aðventuhátíð

Fyrsti sunnudagur í aðventu var 1.desember og þá tókum við þátt í árlegri skemmtun í Árnesi. Þar léku börnin helgileik og sungu lög sem þau hafa verið að æfa í tónmennt. Einnig sungu þau Fögur er foldin með kirkjukórurum í sveitinni. Sóknarnefndin bauð síðan gestum upp á kaffiveislu. Hátíðleg stund...

Aðventuhátíð í Árnesi

Sunnudaginn 1. desember er fyrsti sunnudagur í aðventu og að því tilefni verður aðventuhátíð í Árnesi kl. 15. Hefð er fyrir því að nemendur skólans taki þátt þennan dag, bæði í söng og helgileik. Umsjónarkennarar munu senda póst með frekari upplýsingum um viðburðinn.

Vikan framundan

Mánudagur 25/11 - 7. bekkur fer inn í Þjórsárdag. Þriðjudagur 26/11 - 7. bekkur í Flúðaskóla fyrir hádegi. Fimmtudagur 28/11 - Skólahópur Leikholts með 1.-2.bekk. Föstudagur 29/11 - Æfing fyrir aðventuhátíðina í Árnesi. Sunnudagur 1/12 - Aðventuhátíð í Árnesi kl. 15.