Stóra upplestrarkeppnin

Við áttum góða ferð á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar. Arnór Ingi, Valgeir Örn og Jóhann Ívar tóku þátt fyrir hönd skólans og stóðu sig mjög vel. Gestirnir okkar sem fylgdu þeim voru sömuleiðis til fyrirmyndar.          

Gleðilega páska

Í dag var síðasti dagurinn fyrir páskafrí. Þá fórum við í páskaeggjaleit á skólalóðinni í dásamlegu veðri. Gleðilega páska. Sjáumst hress og kát þriðjudaginn 19.apríl.

Árshátíðarundirbúningur

Árshátíðarvinnan var með hefðbundnum hætti og voru nemendur að vinna á stöðvum að undirbúa búninga, leikmuni, leikmynd og fleira. Nú er komin ný dagsetning fyrir árshátíðina  okkar. Hún verður föstudaginn 29.apríl. General prufa verður fyrir hádegi og síðan verður sýning fyrir foreldra og gesti kl. 14. Hér má sjá nokkrar...

Vikan framundan

5. apríl – Brautarholtssund og fatasund hjá miðstigi. 6.apríl – Miðstig boðið á árshátíðarleikrit nemenda á Flúðum. 7.apríl – Upplestrarkeppni innan skóla hjá 7.bekk. 8.apríl – Páskaeggjaleit á skólalóðinni. Páskafrí 11. – 18. apríl. Kennsla samkvæmt stundaskrá 19. apríl.

Öskudagurinn

Á öskudaginn var haldin skemmtun í Árnesi þar sem var mikið fjör, dansað, kötturinn sleginn úr tunnunni og í lokin fengu allir glaðning frá foreldrafélaginu. Nemendur í 4. og 7. bekk bjuggu til tunnurnar og 7. bekkur stýrði einnig leikjum og tónlist á ballinu.

Vikan framundan

Mánudagur 7. mars - Guðný María náms- og starfsráðgjafi er í skólanum. Föstudagur 11.mars - Undirbúningsvinna fyrir árshátíðina hefst. Öll næsta vika fer í undirbúning fyrir árshátíðina. Þá er unnið á stöðvum að undirbúningi; leiklist, söngur, sviðsmynd, leikmunir og salur.

Tónlistarskólinn í heimsókn

Í dag kom tónlistarskólinn í heimsókn í 1.-2.bekk og kynntu fyrir nemendum strengjahljóðfæri. Guðrún Renata spilaði síðan lag fyrir okkur á fiðlu og bróðir hennar Gunnlaugur spilaði lag á selló. Krakkarnir voru áhugasöm og flottir áhorfendur.

Vikan framundan

Mánudagur - Bolludagur. Nemendur mega koma með bollu með sér í nesti. Tónlistarskóli Árnesinga í heimsókn hjá 1.-2.bekk. Þriðjudagur - Brautarholtssund eldri nemendur. Miðvikudagur - Öskudagur, þá mætum við í búningum. Skemmtun og ball í Árnesi kl. 10.30. Nemendur fara heim með skólabílum kl. 12. Föstudagur - 1.-2.bekkur fer á...

Skíðaferð

Fimmtudaginn 10. febrúar fórum við með nemendum á skíði í Bláfjöll. Við vorum heppin með veður og gleði einkenndi hópinn. Allir fóru á skíði, sumir í fyrsta skipti og voru því margir sigrar unnir þennan dag.    

Vikan framundan

Miðvikudagur - Fyrirlesturinn Gleðiskruddan kl. 20.15. Fimmtudagur - Skólahópur leikskólans Leikholts með 1.-2.bekk fram yfir hádegi. Þema Ævintýri. 21. og 22. febrúar er vetrarfrí. 23. febrúar er starfsdagur. Ekki er skóli þessa daga.