Dagur gegn einelti

Þann 8. nóvember á Degi gegn einelti var farið yfir eineltishringinn og rætt við nemendur um samskipti. Áherslan hjá okkur þetta árið var á græna karlinn í eineltishringnum. Græni karlinn hjálpar og lætur vita ef hann tekur eftir einhverju óeðlilegu í samskiptum. Við bjuggum til stóran grænan karl upp á...

Vikan framundan

Þriðjudagur 8. nóvember - Dagur gegn einelti Miðvikudagur 9. nóvember - Ingvar og Vilborg koma og tala við nemendur um skólaþing. Fimmtudagur 10. nóvember - Skólahópur Leikholts með 1.-2.bekk Á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember verður danssýning og hátíð í tilefni dagsins. Foreldrum og aðstandendum verður boðið kl.13 í...

Jól í skókassa

Jól í skókassa – Á hverju ári taka nemendur og starfsmenn Þjórsárskóla þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það er hluti af verkefni okkar um sjálfbærni. Þetta verkefni felst í því að gleðja börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að færa þeim jólagjafir. Gjafirnar eru settar...

Vikan framundan

Mánudagur 31.október - Listasmiðja fyrir 6.bekk. Talmeinafræðingurinn Harpa í skólanum. Þriðjudagur 1. nóvember - Brautarholtssund. Aðalfundur foreldrafélagsins kl. 20 á TEAMS. Miðvikudagur 2. nóvember - 1.-7. bekkur fer á Flúðir að sjá árshátíðarleikrit skólans. 7. bekkur fer með Höllu Siggu á sveitarstjórnarfund. Fimmtudagur 3. nóvember - Skólahópur Leikholts hjá 1.-2.bekk....

Öðruvísi dagar

Fimmtudaginn 27. október var bangsa og náttfatadagur í skólanum. Föstudaginn 28. október héldum við upp á hrekkjavöku, þeir sem vildu mættu í búingum og 7. bekkur sá um veitingar og skemmtidagskrá.

Sumarlestur

Í sumar var 11 árið í röð sem verkefnið „Sumarlestur“ var í gangi í Þjórsárskóla en meirihluti nemanda tók þátt í verkefninu þetta árið sem er frábært. Markmiðið með verkefninu er að auka lestraráhuga, hvetja nemendur til þess að vera dugleg að lesa á sumrin og þar með viðhalda þeim...

Vikan framundan

Mánudagur 24. október - Harpa Hrönn talmeinafræðingur kemur í skólann. Haraldur sveitastjóri kemur og kynnir starf sitt fyrir miðstigi. Miðvikudagur 26. október - Sigga Björg hjúkrunarfræðingur hér í skólanum. Fimmtudagur 27.október - Bangsa og náttfatadagur. Skólahópur Leikholts hjá okkur fram að hádegi. Verðlaun fyrir sumarlestur verða afhend. Föstudagur 28. október...

Öðruvísi dagar

Í október vorum við í tvígang með öðruvísi daga. Annars vegar var það dagur valinn af nemendafélagi skólans: Öðruvísi þú. Allir voru hvattir til að koma klæddir öfugt við það kyn sem þau skilgreina sig vera. Hins vegar tókum við í skólanum þátt í bleikum degi, sýndum samstöðu í baráttunni...

Vikan framundan

Fimmtudagur 20. október - Skólahópur Leikholts hjá okkur fram að hádegi. Skáld í skóla, Arndís Þórarinsdóttir og Ævar Þór Benediktsson koma til okkar með dagskrá. Föstudagur 21. október - Guðný María námsráðgjafi kemur í skólann.

Göngum í skólann

Þjórsárskóli tók í ár þátt í Göngum í skólann verkefninu á vegum ÍSÍ. Verkefnið hófst hjá okkur 14. sept og stóð til 5. október. Þar sem flestir nemendur skólans koma með skólabíl í skólann var verkefnið útfært á þann veg að nemendur gengu fyrir fram ákveðna leið í fyrstu frímínútum hvers dags alla daga vikunnar, nema helgar. Verkefnið stóð í 3 vikur hjá okkur og fléttuðum við inn í þetta  hjóladaginn og landgræðsluferðina, en þá ganga nemendur upp á Skaftholtfjall sem er í nágrenni skólans. Nemendur í Þjórsárskóla eiga stórt hrós skilið fyrir frábæra þátttöku og til að halda upp á það var nemendum boðið upp á ávaxta og grænmetishlaðborð í lok verkefnisins.