Unnið að uppbyggingu og breytingum á Þjórsárskóla

Starfsmenn hafa hitt Halla sveitastjóra og Vilborgu, formann skólanefndar nokkrum sinnum nú á haustdögum. Verið er að safna hugmyndum og fara af stað í að byggja upp og efla enn betra skólasamfélag í Þjórsárskóla. Við horfum björtum augum fram á veginn.

Vikan framundan

Þriðjudagur 26. september - Verður opnað fyrir skráningu í foreldraviðtöl sem verða 3. október Fimmtudagur 28.september - Skóla lýkur hjá öllum nemendum kl. 12.15 vegna Kennaraþings. Skólahópur Leikholts verður hjá okkur fram að hádegi. Föstudagur 29. september - Starfsdagur kennara. Enginn skóli.  

Framundan

Fimmtudagur 14. september - Smiðjur í Kerhólsskóla hjá miðstigi eftir hádegi. Föstudagur 15.september. - Val hjá nemendum í 1.-7.bekk byrjar. Það sem krakkarnir völdu fyrir næstu 4 vikur er: borðspil, borðtennis, bú úti við skólann, frjálsar íþróttir. Verðlaun verða afhent fyrir þá nemendur sem tóku þátt í sumarlesti.

Hjóladagur

Miðvikudaginn 13.september komu allir með hjól og hjálma í skólann. Nemendur hjóluðu eftir aldri og getu og þeir sem fóru lengst 10 km.

Vikan framundan

Föstudagur 8.september - Skaftholtsréttir enginn skóli Laugardagur 9.september - Reykjaréttir Miðvikudagur 13.september - Hjóladagur. Fimmtudagur 14.september - Nemendur í 5.-7.bekk fara í Smiðjur í Kerhólsskóla eftir hádegi.  

Skólabílar

Akstur fer vel af stað,  okkur langar að minna á reglurnar. Foreldra þarf að láta bílstjóra vita þegar börn eru veik eða í leyfi Ef óskað er eftir að börnin fara annað en heim, þurfa foreldrar að athuga hvort pláss sé í skólabílinn, sumir bílanna er þéttsettir, og láta síðan...

Útivistardagar og gistinótt í skólanum

Í fyrstu vikunni af skólanum 24. og 25.september þá voru útivistardagar í Þjórsárskóla. Á fimmtudeginum fórum við inn í skóg og unnum í aldursblönduðum hópum að fjölbreyttum verkefnum, bæði tengdum útikennslu og hópefli. M.a. var lagað hestagerðið í fangabrekku. Veðrið var dásamlegt og því var ákveðið að sulla seinnipartinn í...

Skólabyrjun

Í síðustu viku var Þjórsárskóli settur. Skólastarfið fer vel af stað og veðrið hefur leikið við okkur. Við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með heimasíðunni okkar og í lok hverrar viku setjum við inn fréttir og helstu viðburði sem eru á döfunni.

Skólaslit

Fimmtudaginn 1. júní er skólaslit í Þjórárskóla kl 11:00 - 12:00 í Árnesi