Vikan framundan

Mánudagur 13.maí - Hjálmafræðsla frá hjúkrunarfræðingi í 1.-2.bekk. Stóra upplestrarkeppnin innan skólans kl.9.30. Þriðjudagur 14.maí - Sundkeppni skólans. 5.-7.bekkur keppir. 1.-4.bekkur horfa á og síðan fara allir í laugina. Fimmtudagur 16.maí - Skólahópur Leikholts í skólanum.    

Lestrarátak í skólanum

Síðustu þrjár vikurnar var lestrarátak í skólanum. Yngsta stigið tók þátt í popplestri og eldra stigið var með lestarsprett og safnaði sér inn fyrir bekkjarkvöldi. Frábært verkefni sem skilaði sér í mikilli lestrargleði.

Vikan framundan

Þriðjudagur 7.maí - Brautarholtssund. Miðvikudagur 8.maí - Bekkjarmyndataka hjá 1.,5., og 7. bekk Fimmtudagur 9.maí - Uppstigningardagur  

Skákmót skólans

Skákmót skólans fór fram í vikunni. Lilja stýrði því með sóma og veitti hún heimagerða verðlaunagripi fyrir 3 efstu sætin á hverju aldursstigi.      

Vikan framundan

Mánudagur 29.apríl - Lokahóf í lestrarspretti og popplestri. Bekkjarkvöld hjá 5.-7.bekk kl.18-21 Þriðjudagur 30.apríl - Brautarholtssund hjá 5.-7.bekk Miðvikudagur 1. maí - Frídagur enginn skóli Fimmtudagur 2.maí - Skólahópur Leikholts með 1.-2.bekk. Smiðjur hjá miðstigi í Reykholti. Föstudagur 3.maí - Nýtt val hjá 1.-7.bekk byrjar

Heimsókn í Flúðaskóla

7. bekkur í heimsókn á Flúðir Þau fóru í íþróttir, nýskopun og tóku þátt í almennu skólastarfi. Vel tekið á móti okkur og dagurinn var frábær í alla staði.

Vikan framundan

Þriðjudagur 23. apríl - Ekki sund þennan dag. Hjúkrunarfræðingur kemur í skólann með kennslu í endurlífgun fyrir 6.-7.bekk. Fimmtudagur 25. apríl: sumardagurinn fyrsti. Ekki skóli.  

Rusladagur

Miðvikudaginn 10.apríl fóru nemendur í heimsókn á gámasvæðið. Þar tók Þórdís Bjarnadóttir vel á móti okkur með fræðslu og leikjum. Nemendur fengu líka að skoða nýja moltutækið. Fróðleg og skemmtileg ferð sem okkur langar að hafa árlega.

Vikan framundan

Miðvikudagur 17.apr: 7.bekkur allan daginn á Flúðum. Fimmtudagur 18. apr: Skólahópur Leikholts í þemavinnu með 1.-2.bekk fram yfir hádegi. Lestrarsprettur heldur áfram í skólanum í 1.-7.bekk.    

Páskar

Síðasta daginn fyrir páskafrí horfðum við saman á upptöku af árshátíðinni okkar. Síðan fór  af stað hinn hefðbundni páskaleikur. Vegna veðurs voru miðar með nöfnum barnanna faldir víða um skólann. Þegar þau fundu páskamiðann sinn skiluðu þau  honum inn og fengu lítið páskaegg. Nú er skólastarfið komið vel af stað...