Nemendur í 1. bekk fengu sumargjöf sem innihélt hjálm, bolta, buff og endurskinsmerki. Skólahjúkrunarfræðingur kom síðan í heimsókn og fór yfir hjálmanotkun og öryggisreglur.
Leikhússtund í leikskólanum
Nemendum í 1.-2. bekk var boðið á leiksýningu um Hans klaufa í Leikholti. Það var foreldrafélagið Leiksteinn sem stóð fyrir henni. Stoppleikhópurinn setti upp söguna með leik og söng og náði þessi skemmtilega sýning vel til barnanna. Eftir sýninguna fengu börnin að skoða og prófa leikmuni og spjalla við leikarana.
Menntalestin – Leiklistarsmiðja
Hugmyndin með menntalestinni er að sjá til þess að áhugaverð verkefni og fræðsla verði í boði í skólum á Suðurlandi og þannig verði stuðlað að betri aðgangi að fræðslu, aukinni sköpun og skólaþróun í takt við þarfir og áherslur í nýrri aðalnámskrá. Í mars var boðið upp á leiklistarsmiðju fyrir...
Öðruvísi dagur
Einu sinni í mánuði erum við með öðruvísi dag og þennan mánuðinn varð: „Strákar í stelpufötum og stelpur í strákafötum“ fyrir valinu. Margir lögðu sig alla fram og útkoman var mjög skemmtileg.
Skógarferð – apríl
Mánudaginn 31. mars fórum við inn í skóginn okkar í útinám. Þema dagsins er mælingar og ólíkar skógargerðir. Fyrst fórum við í göngutúr um skóginn með Jóhannesi og fengum fræðslu og síðan eftir að allir höfðu fengið sér heitt kakó og samlokur þá var farið í hópastarf. Vel heppnuð ferð...
Árshátíð 2014
Árlega bjóða nemendur skólans til árshátíðar og þetta árið var hún föstudaginn 14. mars í Árnesi. Þar komu nemendur fram og buðu upp á leik, söng og dans. Sýndir voru leikþættir, byggðir á indverskum þjóðsögum, um dýrin í Afríku og einnig voru söngvar og dansar í indverskum og afrískum stíl....
Stóra upplestrarkeppnin
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður í Árnesi föstudaginn 6.mars nk. kl 14.00. Undanúrslitin voru í Þjórsárskóla og komust Bergsveinn og Einar Ágúst áfram. Þeir eru búnir að fá heftin fyrir aðalkeppnina og æfa þar ljóð og annars konar texta af fullum krafti fram að keppni. Allir strákarnir í 7. bekk hafa staðið sig...
Menningarferð til Reykjavíkur
Miðvikudaginn 12. febrúar fór allur skólinn í ferð til Reykjavíkur. Fyrst fórum við í Hörpu á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Spiluð var kvikmyndatónlist og kynnir var Gói og vakti þessi sýning mikla lukku meðal nemenda. Þá var ferðinni haldið niður í Laugardal, í Skautahöllina, þar sem borðaðar voru dýrindis pítsur og...
Lífshlaupið
Þjórsárskóli tekur þátt í grunnskólakeppni Lífshlaupsins. Í vikunni var 4. bekkur svo heppinn að hljóta hvatningarverðlaun Rásar 2 og ÍSÍ. Dregið var í beinni útsendingu á Rás 2 og fengu þau ávaxtakörfu senda frá Ávaxtabílnum.
Stórbætt íþróttaaðstaða í Árnesi
Mér þykir ástæða til að hrósa Ungmennafélagi Gnúpverja og sveitarstjórn fyrir frábært framtak í kaupum og uppsetningu á stillanlegum körfuboltakörfum og boltamörkum í Árnesi. Einnig má þakka Siggi Kára í Öxl sem sá um hönnun og smíði. Þetta stórbætir aðstöðu til íþróttakennslu við Þjórsárskóla auk þess sem almenningur getur...