Mystery skype – Leyndardómshittingur

Mystery skype - Leyndardómshittingur

Í ensku í 7. bekk höfum við farið núna þrisvar í Mystery skype. Mystery skype felst í því að tveir kennarar mæla sér mót með bekkina sína. Leyndardómshlutinn felst í því að nemendurnir vita ekki hvar í heiminum hinn bekkurinn er og felst hittingurinn í því að finna út í hvaða landi eða borg viðkomandi bekkur er. Í undirbúningnum að hittingunum útbúa nemendur spurningar til að spyrja hinn bekkinn að með því markmiði að komast að því hvar í heiminum hinir eru. Við hittumst síðan á Skype, komumst að því hvar hinn bekkurinn er og ef tími er fyrir það þá spyrja nemendur spurninga sem þá langar að vita.

Við höfum talað við nemendur í Portúgal, Texas fylki í Bandaríkjunum og einnig Flórída fylki í Bandaríkjunum. Þetta er virkilega skemmtilegt og fræðandi og nemendurnir ánægðir með verkefnið. Verkefnið gefur nemendum tækifæri á að læra ný ensk orð, þjálfa talað mál og hlustun og síðan er auðvitað heilmikil landafræði í þessu öllu.

Bestu kveðjur, Hilja