Við í 1.- 4.bekk ætlum að vinna markvisst með að auka orðaforðann okkar í vetur. Lögð eru inn 3 orð á viku í íslensku sem við vinnum síðan með yfir vikuna í skólanum. Foreldrar eru hvattir til þess að taka þátt í þessu verkefni með okkur, nota orðin með börnunum...
Vistheimt 5.-7.bekkur
Föstudaginn 29. sept. hélt 5. 6. og 7. bekkur á Skaftholtsfjall. Fulltrúi Landgræðslunnar Anna Sigríður Valdimarsdóttir hitti okkur þar. Við skoðuðum tilraunareitina sem við höfum verið að vinna með undanfarin ár. Við tókum upp tepoka sem við höfðum sett niður síðasta vor. Tepokarnir verða sendir erlendis til rannsóknar og hvernig niðurbrot er...
Göngum í skólann
Frétt um hjóladagurinn okkar á http://www.gongumiskolann.is/
Skólasetning
Skólasetning Þjórsárskóla verður mánudaginn 21. ágúst kl 14:00 Kynningar verður í bekkjunum á eftir, eins og hér segir: 1.-4. Bekk 14:15 – 14:45 5.-7. Bekk 14:45 – 15:15 Það er ekki skólaakstur.
Skólaslit 2017
Á þriðjudaginn 30. maí eru skólaslit kl 11:00 í Árnesi. Það er ekki skólaakstur.
Skólaslit 2017
Á þriðjudaginn 30. maí eru skólaslit kl 11:00 í Árnesi. Það er ekki skólaakstur.
Skólahald hér áður fyrr
Valgerður og Tryggvi komu í heimsókn í skólann og fræddu okkur um skólahald þegar þau voru lítil. Nemendur voru vel undirbúnir og höfðu margar spurningar fyrir þau. Þetta er hluti af grænfána verkefni okkar, átthagafræðslu.
Skákmót
Skákfréttir Fimmtudaginn 26. janúar var skákdagurinn haldinn um land allt. Dagurinn er tileinkaður Friðriki Ólafssyni , fyrsta stórmeistara Íslendinga í skák. Þjórsárskóli tók þátt í þessum viðburði og héldum við skákmót hér í skólanum. Nemendur í 3. – 7. bekk hafa verið í skákkennslu einu sinni í viku í vetur....
Þorrinn – kynning á þorramat
Veðrið þessa dagana minnir alls ekki á kvæði Kristjáns Fjallaskálds: Nú er frost á Fróni frýs í æðum blóð kveðjur kuldaljóð Kári í jötunmóð. Nú hafa kennarar frætt nemendur í öllum bekkjum skólans um þorramat og boðið þeim að smakka. Nemendur eru mishrifnir en sumir borða með bestu lyst....
Aðventukvöld
Annan sunnudag í aðventu vorum við með hið árlega aðventukvöld skólans. Þetta árið var skemmtunin í Árnesi þar sem börnin sungu jólalög og léku helgileik fyrir gesti. Fermingarbörn voru einnig með upplestur og kirkjukórinn söng nokkur lög. Fallegt kvöld sem hjá mörgum í sveitinni er orðinn fastur liður í undirbúningi...