Leikskólaheimsóknir

Elsti hópur leikskólans hefur komið reglulega til okkar í vetur,  ásamt kennara sínum og verið að vinna ýmis skólaverkefni með 1. og 2. bekk. Þemað eftir jól var víkingatímabilið. Við hlustuðum á margar skemmtilega þjóðsögur um víkinga sem tengjast sveitinni okkar og allir fengu að búa til og hanna mynd...

Stjörnufræði

Sævar Helgi Bragason sem er m.a. bókahöfundur og ritstjóri stjörnufræðivefsins, kom í skólann þriðjudaginn 20. febrúar með skemmtilega fræðslu um Himingeiminn. Nemendur voru virkir þátttakendur og spurðu margra spurninga. Kynnti hann t.d. fyrir þeim forritið Stellarium. Heimsókn hafs hefur ýtt undir enn frekari áhuga á stjörnufræði.

Óveður

Skólaakstur  og kennsla fellur niður vegna veðurs í dag 14. febrúar.  

5. bekkur

Sagan af Reynistaðarbræðrum hefur verið þjóðinni umhugsunarefni í tæp 240 ár. Sögunnar er getið í námsefni 5. bekkjar og við ákváðum að fræðast betur um atburðinn. Í u.þ.b. þrjár vikur í haust fór íslenskukennslan fram í gegnum þessa sögu.     

Jól

Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár. Hlökkum til að sjá ykkur 4. janúar Bestu kveðjur,  starfsfólk í Þjórsárskóla

Pappírsgerð

Á stöðvavinnu í nóvember vorum við að endurvinna og búa til pappír úr afgöngum. Nemendur lærðu grunntækni í pappírsgerð: rífa niður gömul blöð, bleyta þau, tæta og móta þau í gjafakort.    

Dagur gegn einelti

8.nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Við byrjuðum daginn á fræðslu um forvarnir gegn einelti, fórum yfir eineltishringinn og ræddum um það hvað hver og einn getur gert í skólasamfélaginu til þess að stuðla að betri líðan. Þennan dag unnum við samvinnuverkefni með einkunnarorð skólans: Vinátta – Gleði...

Skáld í skólum

Þriðjudaginn 7. nóvember fengum við Aðalstein Ásberg og Svavar Knút í heimsókn. Þeir eru á ferðinni um landið í tengslum við verkefnið „Skáld í skólum“ en markmið með dagskránni er að kynna fyrir nemendum íslensk ljóðaskáld. Þeir félagar fluttu okkur æviágrip Tómasar Guðmundssonar skálds í máli, myndum og með ljóðum...