Umhverfismennt

Umhverfismennt

Elstu nemendur skólans vinna nú að endurbótum á skólalóðinni. Búa til skjólveggi með því að endurnýta efnivið, garðúrgang og gamla girðingastaura sem annars hefðu farið í ruslið.

Þeir rækta líka karteflur sem notaðar eru í  mötuneytinu.

Nú í lok september fór sami hópur upp á Skaftholtsfjall til að halda áfram með Vistheimtarverkefni. Þá voru afgirtu reitirnir teknir út og tilraun skoðuð. Þetta verkefni er unnið í samvinnu við Landvernd.

Þessi verkefni eru hluti af lotu í umhverfismennt.