Hugleiðsludagur unga fólksins

Hugleiðsludagur unga fólksins

Þriðjudaginn 9. október mynduðu nemendur og starfsmenn skólans hring í Vinaminni og stóðu með lokuð augun og hendur á brjósti í 3 mínútur.  Um 5000 nemendur frá yfir 50 skólum á landinu tóku þátt í þessari friðarstund. Veðrið var frábært og róin og  kyrrðin sem þetta skapaði var yndisleg. 9. október var afmælisdagur John Lennon og dagurinn sem Friðarsúlan er tendruð í Viðey fyrir von um frið í heiminum.