Skólaakstur

Skólaakstur Þjórsárskóla er að hluta sameiginlegur með Flúðaskóla. Skólabílar eru sex og tveir aka á Flúðir en fjórir eingöngu að Þjórsárskóla.  Skólaakstur er sameiginlegur að morgni þannig að nemendur skiptast í rétta bíla eftir skólum ýmist í Gunnbjarnarholti eða Árnesi eftir búsetu.  Tvisvars í viku er heimakstur sameiginlegur með skólunum tveimur, á mánudögum og föstudögum.

Mikilvægt er að foreldrar hafi beint samband við bílstjóra um breytingar, t.d. ef nemandi fer ekki heim, mætir ekki í skólann af einhverjum orsökum eða á að fara annað en heim eftir skóla. Foreldrar verða að tryggja að bílstjórar geti gert breytingar vegna takmarkana vegna fjölda nemenda og akstursleiða.

Skólareglur gilda í skólaakstri.

 

 

Aðalsteinn Guðmundsson          S:894 -4062
Ari Einarsson                                S:864-6031
Gunnar Örn  Marteinsson          S: 863-8270
Hannes Gestsson                         S: 846-7015
Ólafur Jóhannsson                      S: 848-1620
Valdimar Jóhannsson                S: 848-1618

 

 

Reglur í skólabílum

Skólaakstur

Mikilvægt er að nemendur spenni alltaf beltin í skólabílum og geri það um leið og sest er í skólabílinn og leysi þau ekki fyrr en bíllinn hefur numið staðar þar sem nemandi fer úr.

Til viðbótar við almennar öryggiskröfur um skólabíla eiga allir skólabílar að vera búnir þriggja punkta bílbeltum með viðunandi sætisbreidd fyrir hvert barn. Sessur eru í bílunum fyrir  nemendur í 1. bekk.

Bílstjóri sækir/ekur nemendum heim á hlað nema mögulegt sé að stytta aksturtíma með því að nemendum gangi einhvern spöl til og frá heimili sínu þá er skólaakstur skipulagður með það í huga. Nemendur í þéttbýli eða þar sem er húsaþyrping er hafa ákveðinn stað þar sem bílarnir sækja og skila nemendum.

Foreldrar láta bílstjóra vita í tíma ef barn mætir ekki í skólann af einhverri ástæðu. Ekki er gert ráð fyrir að beðið sé eftir nemanda sem mætir ekki í akstur á tilsettum tíma. Bílstjóri fær greitt fyrir umsamda vegalengd þó að ferðir falli niður á einstökum leiðum vegna veikinda nemenda eða annara tímabundinna ástæðna.

Foreldrar verða að fá leyfi skólabílstjóra fyrir breytingum á ferðum nemenda, s.s. ef nemandi á að fara annað eftir skóla en akstursáætlun gerir ráð fyrir.

Öll neysla matar og drykkjar er óheimili í skólabílum.

Ávallt skal tilkynna skólabílstjóra um veikindi eða önnur forföll. Einnig ef nemandi á ekki að fara heim til sín að loknum skóladegi.

Í skólabílunum  gilda skólareglur. Bílstjórar eru fyrst og fremst að hugsa um aksturinn og nemendur eiga að sitja með bílbeltin spennt í sætunum sínum. Nemendur mega hafa með sér skólatösku og íþróttatösku í bílnum. Bílar aka ekki ef vindhraði er kominn í rauða tölur, það er 20 m/s. Tilkynning verður sett á heimasíðu skólans og eitt foreldri fær sms. Foreldrar tilkynna skóla símanúmer sem þeir vilji fá sms í. Vinsamlegast hringið ekki í bílstjórana þegar þeir eru í akstri. Mikilvægt er að skólabílstjórar noti ekki farsíma í akstri.

Foreldrar geta sjálfir tekið ákvörðun um að halda börnum sínum heima þegar búast má við óveðri eða að slæm færð hindri ferðir skólabíla. Foreldrar láta skólabílstjóra og skólann vita af ákvörðun sinni.

Yfirmaður skólabílstjóra er skólastjóri og hann skipuleggur skólaakstur í samráði við bílstjóra.

 

Skólaakstur

Skólaakstur Þjórsárskóla er að hluta sameiginlegur með Flúðaskóla. Skólabílar eru sex og tveir aka á Flúðir en fjórir eingöngu að Þjórsárskóla.  Skólaakstur er sameiginlegur að morgni þannig að nemendur skiptast í rétta bíla eftir skólum ýmist í Gunnbjarnarholti eða Árnesi eftir búsetu.  Einu sinni í viku er heimakstur sameiginlegur með skólunum tveimur, það er í lok vikunnar á föstudögum.

Mikilvægt er að foreldrar hafi beint samband við bílstjóra um breytingar, t.d. ef nemandi fer ekki heim, mætir ekki í skólann af einhverjum orsökum eða á að fara annað en heim eftir skóla. Foreldrar verða að tryggja að bílstjórar geti gert breytingar vegna takmarkana vegna fjölda nemenda og akstursleiða.

Skólareglur gilda í skólaakstri.