Bílakeppni

Í vikunni fór bílakeppni nemenda í 5. – 6. bekk fram sem liður í námi þeirra í nýsköpun.

Nemendur nota bíla sem þeir hafa hannað og smíðað sjálfir. Keppt var í fjórum flokkum teygjudrifi, brekku, aukadrifbúnaði og útlitshönnun. Í teygjudrifi nota keppendur teygju til að drífa bíllinn áfram og vinnur sá sem drífur lengst. Sama gildir í brekkukeppninni en þá nota nemendur brekku til að drífa bílinn áfram. Í ár bættist við nýr flokkur þ.e. keppni í frumlegasta/besta aukadrifbúnaði.  Þá hönnuðu nemendur annan drifbúnað en teygjudrif og komu fram mjög skemmtilegar hugmyndir t.d. teygjubyssa, segull, blöðrur og segl. Dómnefnd skipuð nemendum og kennara valdi besta drifbúnaðinn. Að lokum kusu nemendur bestu útlitshönnunina.

Að þessu sinni kepptu fimm bílar og voru tveir til þrír nemendur í hverjum hóp. Keppnin gekk mjög vel og voru nemendur til fyrirmyndar.