Almennt um samstarf

Samstarf Þjórsárskóla er mikið við skóla sem sinna nemendum fyrir og eftir skólagöngu í Þjórsárskóla. Leikholt sinnir nemendum á leikskólaaldri og Flúðaskóli tekur við nemendum á unglingastigi. Samstarf við skólanna byggir á því að auðvelda flæði nemenda á milli skólastiganna. Með það í huga eru heimsóknir nemenda skipulagðar milli skólanna og starfsmenn vinna saman þegar tækifæri gefst.

Með grunnskólunum tveimur starfar Félagsmiðstöðin Zero. Hún er rekin sameiginlega af sveitarfélögunum og eru viðburðir haldnir í öllum þéttbýliskjörnum sveitanna tveggja.  Ákveðin kvöld er akstur frá Árnesi og úr Brautarholti á viðburði hjá Zero. Einnig er samstarf um sameiginlega viðburði fyrir miðstig nemenda í Þjórsárskóla og Flúðaskóla.

Tónlistarskóli Árnesinga og Tónsmiðja Suðurlands kennir á hljóðfæri í Þjórsárskóla og þá eru nemendur skólans teknir með leyfi foreldra út úr kennslustund. Tónleikar eru haldnir í skólanum og nemendur í tónlistarnámi koma fram á viðburðum Þjórsárskóla þegar það á við.